Innlent

Farþegum um Keflavíkurflugvöll heldur áfram að fjölga

MYND/Anton Brink

Farþegum um Keflavíkurflugvöll hefur fjölgað um ellefu prósent á fyrstu fimm mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra. Þetta leiða tölur Hagstofunnar í ljós.

Samtals komu 300 þúsund farþegar til landsins um Keflavíkurflugvöll í janúar til maí en þeir voru 270 þúsund á sama tímabili í fyrra. Þegar horft er til síðastliðinna tólf mánaða komu nærri níu hundruð þúsund farþegar til landsins og er það 13 prósenta aukning frá 12 mánuðum þar á undan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×