Innlent

Forsætisráðherra skili skýrslu um loforð ráðherra fyrir kosningar

Gunnar Valþórsson skrifar

Alþingi samþykkti í dag beiðni frá þinmönnum vinstri grænna þess efnis að forsætisráðherra taki saman skýrslu um þá samninga, viljayfirlýsingar og fyrirheit sem veitt voru í aðdraganda kosninga. Beiðnin var samþykkt samhljóðar.

Í skýrslunni skulu koma fram upplýsingar um „viljayfirlýsingar, fyrirheit eða samninga, sem kynna að fela í sér fjárhagslegar skuldbindingar fyrir ríkissjóð á núverandi kjörtímabili og því næsta, sem ráðherrar gerðu frá 6. desember 2006 og þar til ríkisstjórnin lét af störfum án þess að bera þá upp á Alþingi," eins og segir í beiðninni.

Ennfremur skal koma fram hvaða fjárheimildir eða samþykktir Alþingis er stuðst við í hverju tilfelli fyrir sig. Efni skýrslunnar skal verða sundurgreint eftir ráðherrum og þær fjárhæðir sem um er að tefla skulu vera tilgreindar.

Greidd voru atkvæði um beiðninna á þingfundi sem nú stendur yfir og var hún samþykkt samhljóða með 53 greiddum atkvæðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×