Innlent

Aðstoðarforstjóri segir húsleitarheimild byggja á veikum grunni

Magnús Ólafsson, aðstoðarforstjóri MS, segir að dómur héraðsdóms frá því í gær sem heimilaði Samkeppniseftirlitinu að gera húsleit í höfuðstöðvum MS í morgun, byggi á afskaplega veikum grunni. Hann segir fyrirtækið ávallt hafa upplýst samkeppniseftirlitið um stöðu mála á hverjum tíma, og að Mjólkursamsalan hafi ekkert að fela.

Magnús segir í samtali við Stöð 2, að húsleitin, sem hófst í morgun muni ekki hafa teljanleg áhrif á starfsemi fyrirtækisins. Hann vildi ekki ganga svo langt að segja að húsleitin væri áfall fyrir Mjólkursamsöluna, en bætti því við að auðvitað væri það áfall þegar kvartað væri yfir starfsháttum þeirra að ósekju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×