Innlent

Lögreglan á Akranesi rannsakar þrjár nauðganir

Lögreglan á Akranesi hefur nú til rannsóknar fjögur kynferðisbrotamál, þar af þrjár nauðganir, sem upp hafa komið á síðustu vikum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar.

Þar er þó tekið fram að rannsóknardeild lögreglunnar rannsaki mál hjá öðrum sýslumannsembættum á Vesturlandi og eru tvö kynferðisbrotamálanna utan Akraness. Þær upplýsingar fengust hjá lögreglunni á Akranesi nú eftir hádegi að öll málin væru á því stigi að ekki væri hægt að tjá sig frekar um þau.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×