Innlent

Rætt um vanda sjávarbyggðanna á þingfundi í dag

MYND/GVA

Utandagskrárumræða um vanda sjávarbyggðanna fer fram við upphaf þingfundar í dag klukkan hálftvö. Það er Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, sem er málshefjandi en til andsvara verður Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra.

Í framhaldinu hefst svo önnur umræða um breytingar á lögum um þingsköp Alþingis þar sem hlutverkum nefnda verður breytt. Þar á eftir fer fram fyrsta umræða um lög um breytingu á Evrópska efnahagssvæðinu, það er aðild Rúmeníu og Búlgaríu að EES. Ákvæði lagannna um atvinnu- og búseturétt ríkisborgara frá þessum tveimur löndum tekur þó ekki gildi fyrr en 1. janúar 2009.

Í kjölfarið verður svo rætt um þingsályktunartillögu Vinstri grænna um viðurkenningu Íslands á ríkisstjórn Palestínu. Loks fer fram fyrsta umræða um þrjú frumvörp sem Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra leggur fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×