Innlent

Vilja nota risabor til að bora veggöng á Austurlandi

Verið er að kanna hvort einn risaboranna, sem nú borar göng að Kárahnjúkum, verði notaður til að bora veggöng á Austurlandi. Slíkt gæti dregið verulega úr kostnaði við gangagerð á svæðinu.

Kristján L. Möller, nýr samgönguráðherra, sat fyrir svörum í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag. Kristján sagði aðila á Austurlandi verað að kanna möguleika á heilborun jarðganga þar og að nýta til þess risabor sem nú er notaður við virkjanaframkvæmdir á Kárahnjúkasvæðinu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×