Innlent

Rannsóknir sýna að bólusetningar ungbarna valda ekki einhverfu

Greina má einkenni einhverfu hjá börnum strax á fyrstu tveimur árunum. Fyrstu einkennin geta verið, að þau svara hvorki nafni né horfa í augu fólks. Getgátur hafa verið uppi um að ungbarnabólusetningar valdi einhverfu en því vísar franskur geðlæknir alfarið á bug.



Catherine Lord er bandarískur prófessor í sálfræði og hefur sérhæft sig í meðferð einhverfra barna. Hún segir að greina megi einhverfu einkenni hjá börnum á fyrstu tveimur árunum.

Catherine segir einkenni einhverfu oft breytileg hjá börnum. Fyrstu einkennin séu oftast, að þau horfi ekki í augu fólks og svari ekki nafninu sínu.



Orsakir einhverfu eru nær óþekktar. Rannsóknir benda til truflana á starfsemi heilans, sem hindrar börnin í að mynda tilfinninga- og félagstengsl við aðra. Talið er að einhverfa geti verið ættgeng en einkennin komi oft seinna fram. Ýmsar getgátur hafa verið uppi um að ungbarnabólusetning gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum orsaki einhverfu.

Erik Fombonne geðlæknir sem rannsakað hefur slík tengsl í Kanada vísar því alfarið á bug og segir engar rannsóknir benda til þess að bólusetning við ofangreindum sjúkdómum valdi einhverfu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×