Innlent

Tekinn á 148 kílómetra hraða

MYND/365

Lögreglan á Selfossi stöðvaði ökumann á 148 kílómetra kílómetra hraða á Suðurlandsvegi um þrjúleytið í dag. Ökumaðurinn, sem er karlmaður á fertugsaldri, var undir áhrifum fíkniefna.

Maðurinn var fluttur á lögreglustöð þar sem hann var yfirheyrður. Þá stöðvaði lögreglan á Selfossi annan ökumann á Selfossi vegna hraðaksturs en sá mældist á 101 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 50 kílómetrar á klukkustund. Síðdegis í dag, eða um hálf sexleytið, var svo einn ökumaður stöðvaður rétt austan við Selfoss vegna ölvunaraksturs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×