Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. janúar 2026 06:55 Margrét Jónsdóttir Njarðvík er rektor Háskólans á Bifröst. Félag akademískra starfsmanna við Háskólann á Bifröst (FAB) hefur lýst yfir vantrausti á stjórnsýslu rektors skólans, Margrétar Jónsdóttur Njarðvík. Félagið segir framgöngu rektors, deildarforseta viðskiptadeildar skólans og rannsóknarstjóra í kærumálum gegn þremur starfsmönnum hafa einkennst af ófaglegum vinnubrögðum. Frá þessu greinir Morgunblaðið, sem hefur rætt við tvo starfsmenn. Miðillinn hefur eftir starfsmanni að rektor, deildarforsetinn og rannsóknarstjórinn hafi notað gervigreindarforritið Claude til að meta réttmæti höfundarstöðu á vísindagreinum hjá akademískum starfsmönnum, sem sé vísindalega og siðferðilega ámælisvert. Gervigreindin geti ekki svarað spurningum af þessu tagi. Rektor og deildarforseti hafi hins vegar í kjölfarið ákveðið að kæra viðkomandi starfsmenn til siðanefndar á grundvelli niðurstöðu gervigreindarinnar. Þá hafi rektor óskað eftir því að siðanefndin gerði starfsmönnunum ekki grein fyrir kærunum fyrr en að niðurstaða lægi fyrir. Eftir að siðanefnd hafi neitað, hafi rektor sent bréf á erlenda háskóla og greint meðhöfundum umræddra vísindagreina frá því að starfsmennirnir sættu rannsókn. Sextán starfsmenn eru sagðir hafa greitt atkvæði með vantrauststilögunni en einn á móti. Fréttastofa hefur undir höndum yfirlýsingu starfsmannanna, sem segja ljóst að þeir muni ekki geta starfað undir rektor, deildarforseta viðskiptadeildar og rannsóknarstjóra. Því fari félagið fram á það við stjórn skólans að hún grípi til viðeigandi ráðstafana. Yfirlýsingin í heild: „Yfirlýsing um vantraust vegna málsmeðferðar yfirstjórnar Háskólans á Bifröst í málefnum þriggja akademískra starfsmanna. Fundur Félags akademískra starfsmanna við Háskólann á Bifröst (FAB) lýsir yfir vantrausti á stjórnsýslu yfirstjórnar háskólans í nýlegum kærumálum til siðanefndar skólans, sem beinst hafa gegn þremur akademískum starfsmönnum. Slíkt er óþekkt í sögu skólans og að mati félagsins einkennist framganga yfirstjórnar af ófaglegum vinnubrögðum sem grafið hafa undan trausti, faglegu öryggi starfsmanna og orðspori háskólans. FAB gerir alvarlegar athugasemdir við málsmeðferðina og byggir þá afstöðu sína á eftirfarandi rökstuðningi: 1. Yfirstjórn skólans tók ákvörðun um að kæra þrjá starfsmenn til siðanefndar skólans að eigin frumkvæði, án þess að fyrir hendi væru utanaðkomandi ábendingar eða rökstuddar grunsemdir. Þá var málsaðilum hvorki gefinn kostur á að tjá sig um málið né að veita skýringar á neinu er varðaði rannsóknina, svo sem því fræðilega framlagi sem um ræðir, áður en til kæru kom. Þau vissu ekki hvað á sig stóð veðrið og enginn talaði við þau. 2. Farið var fram á það við siðanefnd að úrskurðað yrði í málunum án vitundar málsaðila um kæruna, aðdraganda eða málsatvik. Slík krafa gengur gegn grundvallarreglum um réttláta málsmeðferð, sem siðanefnd hafnaði réttilega á fyrstu stigum málsins. 3. Í málatilbúnaði yfirstjórnar var þess krafist að stuðst yrði við siðareglur opinberra háskóla en ekki gildandi siðareglur Háskólans á Bifröst, og fara þannig framhjá því regluverki sem starfsfólk Háskólans á Bifröst starfar eftir. Engin umræða hefur farið fram um siðareglur opinberra háskóla innan Háskólans á Bifröst og ekkert kemur fram í siðareglum okkar eða á öðrum stöðum í handbókum Bifrastar að þær reglur skuli viðhafðar eða hvað þær þýði fyrir störf akademískra starfsmanna við skólann. 4. Þvert á tilmæli siðanefndar, og án samráðs, hóf rektor sjálfstæða rannsókn sem fól í sér samskipti við erlenda samstarfsmenn og samhöfunda hlutaðeigandi starfsmanna. Í þeim samskiptum var upplýst við hina erlendu fræðimenn að samstarfsfólk þeirra við Háskólann á Bifröst að lægi undir grun um misferli. Slík framganga felur í sér alvarlega aðför að starfsheiðri vísindafólks og mannorði. Þá er hún vís til þess, þegar málið kemst í hámæli, að valda óbætanlegum skaða á alþjóðlegu samstarfi og orðspori Háskólans á Bifröst. 5. Þá vill svo ótrúlega til að málatilbúnaður rektors byggir að verulegu leyti á niðurstöðum gervigreindarforrits, sem látið var meta höfundaverk og framlag starfsmanna út frá ferilskrám þeirra. Fyrir utan hversu óáreiðanleg slík úttekt er, sem öllum má vera ljóst, vekur slík gagnavinnsla, sem framkvæmd er án upplýsts samþykkis starfsmanna og án sýnilegs vinnslusamnings, upp áleitnar spurningar um brot á lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Það er með öllu óboðlegt að leggja mat gervigreindar til grundvallar í málum sem varða starfsheiður fólks. Þegar saman eru tekin atvik máls þá telur FAB að rektor skólans hafi brotið gróflega á réttindum starfsfólks með aðför að fræðimannsheiðri þeirra og faglegri virðingu. Afleiðingin er trúnaðarbrestur milli akademískra starfsmanna og þeirra stjórnenda sem bera ábyrgð á málsmeðferðinni; rektors, deildarforseta Viðskiptadeildar og rannsóknastjóra. Ljóst er að akademískir starfsmenn Háskólans á Bifröst muni ekki geta starfað undir slíkum stjórnendum og fer félagið fram á það við stjórn skólans að hún grípi til viðeiganda ráðstafana í þeim efnum.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Háskólar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið, sem hefur rætt við tvo starfsmenn. Miðillinn hefur eftir starfsmanni að rektor, deildarforsetinn og rannsóknarstjórinn hafi notað gervigreindarforritið Claude til að meta réttmæti höfundarstöðu á vísindagreinum hjá akademískum starfsmönnum, sem sé vísindalega og siðferðilega ámælisvert. Gervigreindin geti ekki svarað spurningum af þessu tagi. Rektor og deildarforseti hafi hins vegar í kjölfarið ákveðið að kæra viðkomandi starfsmenn til siðanefndar á grundvelli niðurstöðu gervigreindarinnar. Þá hafi rektor óskað eftir því að siðanefndin gerði starfsmönnunum ekki grein fyrir kærunum fyrr en að niðurstaða lægi fyrir. Eftir að siðanefnd hafi neitað, hafi rektor sent bréf á erlenda háskóla og greint meðhöfundum umræddra vísindagreina frá því að starfsmennirnir sættu rannsókn. Sextán starfsmenn eru sagðir hafa greitt atkvæði með vantrauststilögunni en einn á móti. Fréttastofa hefur undir höndum yfirlýsingu starfsmannanna, sem segja ljóst að þeir muni ekki geta starfað undir rektor, deildarforseta viðskiptadeildar og rannsóknarstjóra. Því fari félagið fram á það við stjórn skólans að hún grípi til viðeigandi ráðstafana. Yfirlýsingin í heild: „Yfirlýsing um vantraust vegna málsmeðferðar yfirstjórnar Háskólans á Bifröst í málefnum þriggja akademískra starfsmanna. Fundur Félags akademískra starfsmanna við Háskólann á Bifröst (FAB) lýsir yfir vantrausti á stjórnsýslu yfirstjórnar háskólans í nýlegum kærumálum til siðanefndar skólans, sem beinst hafa gegn þremur akademískum starfsmönnum. Slíkt er óþekkt í sögu skólans og að mati félagsins einkennist framganga yfirstjórnar af ófaglegum vinnubrögðum sem grafið hafa undan trausti, faglegu öryggi starfsmanna og orðspori háskólans. FAB gerir alvarlegar athugasemdir við málsmeðferðina og byggir þá afstöðu sína á eftirfarandi rökstuðningi: 1. Yfirstjórn skólans tók ákvörðun um að kæra þrjá starfsmenn til siðanefndar skólans að eigin frumkvæði, án þess að fyrir hendi væru utanaðkomandi ábendingar eða rökstuddar grunsemdir. Þá var málsaðilum hvorki gefinn kostur á að tjá sig um málið né að veita skýringar á neinu er varðaði rannsóknina, svo sem því fræðilega framlagi sem um ræðir, áður en til kæru kom. Þau vissu ekki hvað á sig stóð veðrið og enginn talaði við þau. 2. Farið var fram á það við siðanefnd að úrskurðað yrði í málunum án vitundar málsaðila um kæruna, aðdraganda eða málsatvik. Slík krafa gengur gegn grundvallarreglum um réttláta málsmeðferð, sem siðanefnd hafnaði réttilega á fyrstu stigum málsins. 3. Í málatilbúnaði yfirstjórnar var þess krafist að stuðst yrði við siðareglur opinberra háskóla en ekki gildandi siðareglur Háskólans á Bifröst, og fara þannig framhjá því regluverki sem starfsfólk Háskólans á Bifröst starfar eftir. Engin umræða hefur farið fram um siðareglur opinberra háskóla innan Háskólans á Bifröst og ekkert kemur fram í siðareglum okkar eða á öðrum stöðum í handbókum Bifrastar að þær reglur skuli viðhafðar eða hvað þær þýði fyrir störf akademískra starfsmanna við skólann. 4. Þvert á tilmæli siðanefndar, og án samráðs, hóf rektor sjálfstæða rannsókn sem fól í sér samskipti við erlenda samstarfsmenn og samhöfunda hlutaðeigandi starfsmanna. Í þeim samskiptum var upplýst við hina erlendu fræðimenn að samstarfsfólk þeirra við Háskólann á Bifröst að lægi undir grun um misferli. Slík framganga felur í sér alvarlega aðför að starfsheiðri vísindafólks og mannorði. Þá er hún vís til þess, þegar málið kemst í hámæli, að valda óbætanlegum skaða á alþjóðlegu samstarfi og orðspori Háskólans á Bifröst. 5. Þá vill svo ótrúlega til að málatilbúnaður rektors byggir að verulegu leyti á niðurstöðum gervigreindarforrits, sem látið var meta höfundaverk og framlag starfsmanna út frá ferilskrám þeirra. Fyrir utan hversu óáreiðanleg slík úttekt er, sem öllum má vera ljóst, vekur slík gagnavinnsla, sem framkvæmd er án upplýsts samþykkis starfsmanna og án sýnilegs vinnslusamnings, upp áleitnar spurningar um brot á lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Það er með öllu óboðlegt að leggja mat gervigreindar til grundvallar í málum sem varða starfsheiður fólks. Þegar saman eru tekin atvik máls þá telur FAB að rektor skólans hafi brotið gróflega á réttindum starfsfólks með aðför að fræðimannsheiðri þeirra og faglegri virðingu. Afleiðingin er trúnaðarbrestur milli akademískra starfsmanna og þeirra stjórnenda sem bera ábyrgð á málsmeðferðinni; rektors, deildarforseta Viðskiptadeildar og rannsóknastjóra. Ljóst er að akademískir starfsmenn Háskólans á Bifröst muni ekki geta starfað undir slíkum stjórnendum og fer félagið fram á það við stjórn skólans að hún grípi til viðeiganda ráðstafana í þeim efnum.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Háskólar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira