Fleiri fréttir

Kominn til meðvitundar eftir gaseitrun

Roskinn maður, sem varð fyrir alvarlegri gaseitrun í hjólhýsi sínu í Djúpadal í Barðastrandasýslu í gær, er kominn til meðvitundar.

Klórgasleki hjá Mjöll-Frigg á Akureyri

Efnaverksmiðja Mjallar-Friggjar var rýmd í morgun eftir að klórgas lak út í rými í kjallara hússins. Að sögn Þorbjörns Haraldsson, slökkviliðsstjóra á Akureyri, gaf klórgasslanga sig með þeim afleiðingum að klórgas lak út en starfsmaður verksmiðjunnar sýndi snör handbrögð og náði að skrúfa fyrir klórgasið.

Vill ekki að eitrað verði fyrir sílamáfi

Íbúi við Leirvogshólma í Staðarhverfi gagnrýnir að fuglafræðingum verði í júní leyft að eitra fyrir sílamáfi á leiksvæði barna og unglinga. Náttúrufræðistofnun Íslands gerði alvarlegar athugasemdir við svæðavalið og lagðist gegn leyfinu.

Sniglarnir vilja víravegriðin niður

Félagar í Sniglunum lokuðu hluta Suðurlandsvegar síðdegis í dag til að mótmæla vírvegriðum á veginum. Sniglarnir krefjast þess að þau verði tekin niður, en víravegriðin vekja ugg og skelfingu meðal mótorhjólamanna, segir Valdís Steinarrsdóttir, formaður Sniglanna.

Flensborgarskóli 125 ára í dag

Í dag var haldið upp á 125 ára afmæli Flensborgarskóla í Hafnarfirði með hátíðartónleikum kórs skólans. Eyjólfur Eyjólfsson söng einsöng við undirleik Ástríðar Öldu Sigurðardóttur, sem bæði stunduðu nám við skólann og sungu með kórnum.

Hundruð milljóna svik á ári hverju

Hundruð milljóna króna eru svikin út úr Tryggingastofnun á ári hverju ef umfang tryggingasvika hér er sambærilegt við Svíþjóð. Tryggingastofnun hefur fengið um 130 ábendingar frá almenningi síðan eftirlit var tekið upp hjá stofnuninni. Um helmingur þeirra hefur reynst á rökum reistur

Egill segist hafa verið laus allra mála

Egill Helgason hefur sent frá sér tilkynningu vegna kröfu 365 miðla um að Egill standi við þá samninga sem hann hefur gert. Í svari sínu segist Egill hafa verið laus allra mála hjá Stöð tvö þegar hann réð sig til RÚV. Svar Egils í heild sinni má sjá hér.

Helgi Hjálmsson nýr formaður Landssambands eldri borgara

Helgi Hjálmsson fráfarandi varaformaður Landssambands eldri borgara var kjörinn formaður sambandsins á landsþingi fyrr í dag. Ólafur Ólafsson fyrrverandi landlæknir sem verið hefur formaður Landssambandsins undanfarin tvö ár, dró framboð sitt til formanns til baka á síðustu stundu og var Helgi kosinn einróma án formlegrar atkvæðagreiðslu.

Sjávarútvegurinn stendur frammi fyrir erfiðum ákvörðunum

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands birtir innan skamms úttekt á þjóðhagslegum áhrifum af breyttri aflareglu og mismunandi veiðihlutfalli á þorski. Útflutningstekjur af þorski eru fjörtíu prósent af heildarútflutningstekjum í sjávarútvegi. Formaður LÍÚ segir að sársaukafullt verði að draga úr veiðunum.

Hustler leitar fanga hjá þingmönnum

Tímaritið Hustler hefur ákveðið að verða sér út um góða sögu í Washington D.C. og er tilbúið að borga eina milljón dollara fyrir hana. Sagan þarf þó að vera kynlífssaga og að tengjast einhverjum háttsettum sem vinnur í eða við bandaríska þingið.

Gengið yfir Vestfirðinga

Matthías Bjarnason fyrrverandi sjávarútvegsráðherra segir að Íslendingar eigi að segja skilið við fiskveiðistjórnunarkerfið og hætta að ljúga því að sjálfum sér að kerfið sé gott. Hann segir að gengið hafi verið yfir Vestfirðinga með tilheyrandi hruni byggða.

70 ára afmæli Icelandair

Icelandair Group heldur upp á sjötíu ára afmæli félagsins nú í hádeginu í nýju stórhýsi Flugsafnsins á Akureyrarflugvelli. Saga félagsins hófst með stofnun Flugfélags Akureyrar árið 1937.

Tveir teknir á metamfetamíni

Lögreglan á Akranesi hefur á þremur dögum tekið tvo menn með metamfetamín í þvagi. Eiturlyfið er sárasjaldgæft á Íslandi og hefur varla sést í uppundir tvö ár.

Ekki raunhæfar hugmyndir hjá Hafró

Framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útgerðamanna segir hugmyndir Hafrannsóknarstofnunar um að draga þorskvótann saman um þriðjung frá fyrra ári ekki raunhæfar. Skýrsla stofnunarinnar feli í sér alvarleg tíðindi sem bregðast þurfi við.

Unga parið enn á gjörgæsludeild

Ungt par sem slasaðist alvarlega í hörðum árekstri tveggja bíla á Suðurlandsvegi á fimmtudaginn er enn á gjörgæsludeild Landspítala-háskólasjúkrahús. Konunni er haldið sofandi í öndunarvél en hún gekkst undir aðgerð við komuna á spítalann. Þriggja mánaða dóttir þeirra, sem var með þeim í bílnum, slasaðist mun minna en foreldrar hennar.

Frístundakort í salt um sinn

Vinstri grænir gagnrýna að ekki verði hægt að nota frístundakortin í Reykjavík til að greiða fyrir þjónustu frístundaheimlis ÍTR. Fulltrúi Vinstri grænna sat hjá við atkvæðagreiðslu um frístundakort fyrir 6-18 ára börn í borginni og harmar að ekki hafi náðst þverpólitísk samstaða um málið.

Fangageymslur fullar á Suðurnesjum

Fangageymslur eru fullar hjá lögreglunni á Suðurnesjum eftir nóttina en mikil ölvun var í Keflavík og Grindavík. Lögreglan hafði í nógu að snúast og þurfti víða að skipta sér af pústrum og ólátum. Flestir sem fengu gistingu hjá lögreglunni fá að fara heim í dag þegar þeir hafa sofið úr sér.

Keyrði undir áhrifum amfetamíns, metamfetamíns og kókaíns

Lögreglan á Akranesi stöðvaði ökumann á fertugsaldri á Akrafjallsvegi um áttaleytið í gærkvöldi. Ökumaður reyndist sviptur ökuréttindum ævilangt með dómi frá árinu 2005. Þvagsýni bílstjórans reyndist jákvætt fyrir amfetamíni, metamfetamíni og kókaíni. Nokkuð af lyfjum fundust á ökumanninum en engin ólögleg fíkniefni. Málið er í rannsókn.

Hlýðnir reykingamenn

Gestir veitinga- og skemmtistaða létu fæstir á sig fá að þurfa að standa úti í nótt til að fá sér að reykja. Svo virðist sem flestir hafi virt bannið þótt fólk sé missátt við það. Sumir eru ánægðir með að fá frískara loft inn á staðina en aðrir kvíða þess að þurfa að reykja úti í vetur.

Gæslan komin með nýja þyrlu

TF-GNÁ ný leitar- og björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar lenti við flugskýli Gæslunnar í Reykjavík á hádegi í dag. Þyrlunni var flogið hingað til lands frá Noregi og segir flugstjórinn ferðina hafa gengið vel.

Landsmenn í hátíðarskapi

Landsmenn hafa verið í hátíðarskapi í dag. Víða var tekið forskot á sjómannadaginn og það var alþjóðlegur blær yfir bæjarlífinu í Hafnarfirði.

Ætla ekki að selja hlut sinn í Vinnslustöðinni

Hópur hluthafa í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum sem kallar sig Eyjamenn, ætlar ekki að selja helmings hlut sinn í fyrirtækinu. Þvert á móti vill hópurinn kaupa hlut annarra í Vinnslustöðinni, en segir verðmæti hlutarins minnka vegna veiðiráðgjafar Hafrannsóknarstofnunar.

Jafntefli við Liechtenstein

Íslenska landsliðið í knattspyrnu gerði í dag jafntefli við smáríkið Liechtenstein. Leikurinn fór 1-1 og íslenska liðið spilaði langt undir getu í dag. Brynjar Björn Gunnarsson skoraði mark íslendinga á 27. mínútu en Raphael Rohrer jafnaði fyrir Liechtenstein á 69. mínútu.

Draga þarf úr þorskafla

Hafrannsóknarstofnun vill að þorskafli verði dreginn verulega saman og takmarkaður við hundrað og þrjátíu þúsund tonn á næsta ári. Forstjóri stofnunarinnar leggur þunga áherslu á að stjórnvöld breyti stefnu sinni gagnvart þorskinum.

Nærri 400 manns hafa gengið á Esjuna í dag

Milli 300 og 400 manns eru komin á lista yfir þá sem hafa gengið á Esjuna í dag. Fimmtindahópurinn svokallaði ætlar sér að setja Íslandsmet í fjöldagöngu á Esjuna. Ekki er vitað til þess að áður hafi verið sett met í þessu.

Nýtt strætóleiðakerfi á morgun

Farþegum strætó fækkar um fjörutíu prósent á sumrin og því er þjónustan löguð að viðskiptavininum, segir Gísli Marteinn Baldursson formaður Umhverfisráðs, en leiðakerfi Strætó breytist á morgun og ferðum verður fækkað. Oddviti minnihlutans dregur í efa mælingar á notkun strætó.

Vesturbæjarhreinsun

Borgaryfirvöld halda áfram að taka upp hanskann fyrir Reykjavík en í dag er hreinsunardagur í Vesturbænum.

Byrjunarlið Íslands á móti Liechtenstein

Ísland og Liechtenstein mætast á Laugardalsvelli í dag kl. 16:00 en leikurinn er liður í undankeppni fyrir EM 2008. Þjóðirnar hafa hlotið jafnmörg stig í riðlinum til þessa en íslensku strákarnir eru staðráðnir að ná sér í þrjú stig út úr þessari viðureign. Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt og má sjá það hér. Helst ber að nefna að Matthías Guðmundsson, leikmaður FH, er í byrjunarliðinu.

Ekið á dreng á reiðhjóli

Ekið var á dreng sem var á reiðhjóli við Brúnaland í Fossvogi fyrr í kvöld. Hann var með hjálm sem skemmdist við höggið en meiðsl hans munu hafa verið minniháttar. Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.

Geiri á Goldfinger í Íslandi í dag

Ásgeir Davíðsson eigandi Goldfinger segir grein um nektardansstaðinn í tímaritinu Ísafold vera harmleik. Í greininni voru ávirðingar þess efnis að mansal væri stundað þar innan dyra. Ásgeir sagðist ekki viss um hvort hann myndi kæra blaðið en taldi það ólíklegt.

Tekinn með tvö kíló í Leifsstöð

Tollgæslan á Suðurnesjum fann í gær um tvö kíló af fíkniefnum í fórum íslensks karlmanns í Leifsstöð. Talið er að um sé að ræða amfetamín eða kókaín. Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV. Þar staðfesti Jóhann R. Benediktsson, lögreglu- og tollstjóri á Suðurnesjum að maður hefði verið stöðvaður með mikið magn fíkniefna í Leifsstöð.

Jákvætt að einkaaðilar vilji leggja fram fjármagn

Forsvarsmenn Grensásdeildar Landspítalans og sjúklingar sem þar þiggja þjónustu segja það jákvætt að einkaaðilar vilji leggja fram fjármagn til að reisa nýja álmu við deildina. Aðstaðan sé nokkuð þröng, en mikil aukning hefur verið á starfsemi deildarinnar undanfarin ár.

Glerhöll í Nauthólsvík

Gestir Nauthólsvíkur geta í allt sumar skoðað tölvumyndasýningu af tilvonandi húsnæði Háskólans í Reykjavík. Framkvæmdir hefjast strax í haust, að þessu næststærsta húsi Reykjavíkur.

Löng bið eftir sjúkdómsgreiningu hjá Greiningarstöð ríkisins

Móðir 12 ára einhverfrar stúlku segir skelfilegt að foreldrar þurfi að bíða í eitt til þrjú ár eftir að börn þeirra verði sjúkdómsgreind, hjá Greiningarstöð ríkisins. Hún segir takmarkaðan skilning hjá almenningi í garð foreldra einhverfra barna, því fötlun þeirra sé ekki sýnileg.

Hugmyndasamkeppni um hjarta miðborgarinnar

Allt að sex arkitektastofur verða valdar til að leggja fram hugmyndir um enduruppbyggingu í Kvosinni eftir bruna húsanna að Austurstræti 22 og Lækjargötu 2.

Ísafold fjarlægt úr verslunum Kaupáss

Kaupás lét fjarlægja tímaritið Ísafold úr öllum verslunum sínum í dag. Forráðamenn blaðsins segja það tengjast umfjöllun Ísafoldar um aðkomu bæjarstjóranns í Kópavogi að næturklúbbnum Goldfinger. Forstjóri Kaupáss segir þetta viðskiptaákvörðun og hótar því að taka öll blöð Birtings úr sölu. Bæjarstjórinn segir lygar og rangfærslur koma fram í grein Ísafoldar.

Reykingabann gengið í gildi

Virði veitinga- og skemmtistaðir ekki reykingabannið sem tók gildi á miðnætti er hægt að beita þá dagsektum, dugi þær ekki til að stöðva reykingarnar er hægt að loka stöðunum. Ekki er hægt að beita gestina sjálfa neinum peningasektum.

Þrítugur veggjakrotari handtekinn

Þrítugur karlmaður var handtekinn á Reykjavíkurflugvelli laust eftir hádegi í dag. Það teldist varla til frásögu færandi ef ekki væri fyrir þá staðreynd að krotarinn er á fertugsaldri.

Unga parið enn á gjörgæslu

Unga parið sem lentu í bílslysi á Suðurlandsvegi í gærdag er enn á gjörgæsludeild Landsspítalans í Fossvogi, að sögn vakthafandi læknis. Þriggja mánaða gamalt barn þeirra hefur verið útskrifað af gjörgæslu og er nú á barnaspítalanum við Hringbraut.

Sjá næstu 50 fréttir