Fleiri fréttir Skoða möguleika á kaupum í Orkla Media Dagsbrún hf. hefur verið að skoða möguleika á kaupum á norska fjölmiðla fyrirtækinu Orkla Media. Orkla Media á meðal annars danska dagblaðið Berlingske Tidende. 19.12.2005 17:31 Fasteignaverð 63% yfir meðalverði Meðalfasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu í fasteignaviðskiptum í síðustu viku var rúmar fjörutíu og fimm milljónir króna en það er 63% yfir meðalverði síðustu tólf vikna. Fimmtungi færri fasteignir gengu þó kaupum og sölu en venja er til. 19.12.2005 16:04 Boðar harðan kosningaslag Dagur B. Eggertsson boðaði harða kosningabaráttu við Sjálfstæðisflokkinn í vor þegar hann tilkynnti fyrir stundu að hann sækist eftir fyrsta sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. 19.12.2005 15:51 Sextíu til nítíu íbúðir skemmast Reikna má með því að sextíu til nítíu íbúðir skemmist um áramótin vegna kertabruna samkvæmt upplýsingum frá Sjóvá. En talið er að á mili þrettán til fimmtán prósent heimila séu með ótryggt innbú og því gæti verið um tjón að ræða á fleiri heimilum en tölur Sjóvá gefa til kynna. 19.12.2005 15:39 Dagur B. Eggertsson gefur kost á sér í 1. sætið Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi gefur kost á sér í fyrsta sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar vegna borgarstjórnakosninganna næsta vor. Þetta tilkynnti Dagur á blaðamaðamannafundi rétt í þessu. Áður hafa Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Stefán Jón Hafstein gefið kost á sér. 19.12.2005 15:12 Vistvernd í verki Snæfellingar hafa á undanförnum árum lagt ríka áherslu á umhverfismál. Mikið starf er unnin undir merkjum Grænfánans og Bláfáninn blaktir við hún við Stykkilshólmshöfn. 19.12.2005 15:01 Það borgar sig ekki fyrir Dani að mennta sig Það borgar sig ekki fyrir Dani að mennta sig, sérstaklega ekki danskar konur. Eftir háskólanám geta þær átt von á 3% hækkun á launum sínum. Danski karlpeningurinn hefur örlítið forskot á dönsku konurnar en þeir geta átt von á 4,8% launahækkun eftir háskólanám. 19.12.2005 13:34 Aðeins hálftíma sigling til Eyja Siglingar á milli Vestmannaeyja og lands tækju aðeins um hálftíma ef hugmyndir nefndar um framtíðarsamgöngur til Vestmannaeyja um ferjulægi í Bakkafjöru verða að veruleika. 19.12.2005 13:27 Á að segja af sér Árni Magnússon félagsmálaráðherra á að segja af sér að mati Ungra vinstri grænna. 19.12.2005 13:22 Lækka tolla ekki ótilneydd Stjórnvöld lækka ekki tolla á innfluttar landbúnaðarafurðir fyrr en þau neyðast til þess vegna alþjóðasamþykkta. Þangað til verða Íslendingar að greiða hæsta matvælaverð í heimi segir formaður Neytendasamtakanna. 19.12.2005 11:59 1. sætið? Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi hefur boðað til blaðamannafundar síðar í dag. Dagur gekk fyrir skemmstu í raðir Samfylkingarinnar og á fundinum í dag kemur væntanlega í ljós hvort hann ætlar að bjóða sig fram í efsta sæti lista Samfylkingarinnar gegn þeim Steinunni Valdísi Óskarsdóttur og Stefáni Jóni Hafstein. 19.12.2005 10:35 Aflaverðmæti íslenskra skipa dregst mikið saman Aflaverðmæti íslenskra fiskiskipa virðist hafa dregist mun meira saman en tölur Hagstofunnar gefa til kynna. Þetta kemur fram á vefnum Skip.is, þar sem viðmælandi vefsins bendir á að við útreikningana sé miðað við aflaverðmætið árið 2003 á föstu verðlagi, en ekki sé tekið tillit til gegnisþróunar. Vegna þess telji Hagstofan samdráttinn nema um þremur prósentum, en með tilliti til styrkingar krónunnar gaganvart SDR, sé nær að tala um 17 prósenta samdrátt í aflaverðmætum. Skeikar þarna mörgum milljörðum króna 19.12.2005 08:26 Keyrt á ljósastaur Það var þrefalt lán í óláni hjá ungum ökumanni, sem missti stjórn á bíl sínum í fljúgandi hálku og brattri brekku á Akureyri í gærkvöldi, að hann skyldi aka á stag að stórum ljósastaur, í stað þess að steypast niður bratta brekku. Við þunga bílsins brotnaði hinsvegar staurinn, sem var úr tré, en lenti rétt við hlið bílsins í stað þess að falla á hann. Staurinn dró með sér dræsur af neistandi raflínum, en þær lentu ekki heldur á bílnum, sem var ökufær eftir ósköpin. Ökumaðruinn beið ekki boðana og dreif sig út úr bænum, og var það ekki fyrr en norður á Tjörnesi, að Húsavíkurlögreglan stöðvaði hann. 19.12.2005 08:24 Strandaði við Grundartanga Gríska flutningaskipið Polyefkis, strandaði í fjörunni við álverið á Grundartanga um miðnætti síðustu nótt. Engin slys urðu á áhöfninni og litlar skemmdir er taldar hafa orðið á skipinu. Skipið var dregið að höfninni í Grundartanga í nótt. 18.12.2005 12:15 Laus úr gæsluvarðhaldi Maðurinn sem úrskurðaður var í einnar viku gæsluvarðhald síðastliðinn þriðjudag, eftir að um 200 kannabisplöntur og nokkur kíló af kannabisefnum fundust á heimili hans í uppsveitum Árnessýslu, hefur verið látinn laus. 18.12.2005 11:00 Vélar á leið frá Bandaríkjunum lentu á Egilsstaðaflugvelli Tvær farþegavélar á leið frá Bandaríkjunum þurftu að lenda á Egilsstaðaflugvelli í morgun vegna snjókomu í Keflavík. Nú hins vegar hefur snjókoman breyst í slydduél og samgöngur komnar því sem næst í eðlilegt horf á Keflavíkurflugvelli. 17.12.2005 16:45 Björgólfur Thor fjárfestir ársins í Búlgaríu Björgólfur Thor Björgólfsson var í gærkvöldi útnefndur fjárfestir ársins í Búlgaríu af búlgarska ríkisútvarpinu. Fyrirtæki Björgólfs Thors, Novator, fjárfesti nýverið í búlgarska landssímanum, BTC, og námu þau viðskipti nærri 100 milljörðum íslenskra króna. 17.12.2005 16:15 Mjólkurbændur skulda um 20 milljarða króna Mjólkurbændur á Íslandi skulda um tuttugu milljarða króna og hafa skuldirnar aukist mjög mikið á undanförnum árum. Þetta sagði Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, í viðtalsþættinum Skaftahlíð á NFS í dag. Skýringuna á þessu segir hann liggja í því að bændur hafi verið hvattir til að stækka mjólkurbúin, og mikil kappsemi hafi ráðið för. 17.12.2005 15:08 Þyrlunni snúið við Þyrlu Landhelgisgæslunnar var snúið aftur til Reykjavíkur skömmu eftir hádegi í dag en hún hafði haft viðdvöl á Ísafirði eftir að hafa verið kölluð út vegna slasaðs sjómanns. Skipið var statt um sextíu sjómílur norður af Horni þegar slysið varð en þar sem arfavitlaust veður var á svæðinu var ákveðið að bíða eftir því að veður lægði. 17.12.2005 14:00 Skattbyrði lækkar aðeins hjá þeim tekjuhæstu Skattbyrði hefur aukist hjá öllum síðustu tvö árin, nema þeim tekjuhæstu. Hjá þeim hefur skattbyrðin lækkað. Skattbyrði þeirra sem hafa hæstar tekjur hefur lækkað um 1,7 prósentustig en skattbyrði þeirra tekjulægstu hækkað um tæp þrjú prósent. 17.12.2005 12:28 Þyrlan sækir slasaðan sjómann norður af Horni Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, var kölluð út í morgun til þess að sækja slasaðan sjómann um borð í skipi sem statt var um sextíu sjómílur norður af Horni. Maðurinn féll niður í lest skipsins og að sögn Gæslunnar kvartaði hann undan bakverkjum. 17.12.2005 11:48 Bílvelta við Hrófá Betur fór en á horfðist þegar maður á áttræðisaldri velti bíl sínum rétt sunnan við Hrófá á Vestfjörðum síðdegis í gær. Að sögn lögreglunnar á Hólmavík lenti bíll mannsins utan í umferðarmerki á blindhæð með þeim afleiðingum að hann snerist á veginum og fór eina veltu. 17.12.2005 11:00 Landbúnaðarvörur ekki dýrar á Íslandi Spánverjar eyða mun stærri hluta af sínum tekjum í kaup á matvælum en Íslendingar. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir landbúnaðarvöru ekki dýra á Íslandi. 17.12.2005 10:05 Ófært á Fróðárheiði Óveður er á Fróðárheiði og þar er ófært en annars er hálka, snjóþekja og snjókoma víða á Vesturlandi og á sunnanverðum Vestfjörðum, sem og á Hellisheiði og í Þrengslum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. 17.12.2005 09:09 Kengúrukjöt og krónhjartarsteik er meðal þess sem fólki býðst að kaupa í jólamatinn Kengúrukjöt og krónhjartarsteik er meðal þess sem fólki býðst að kaupa í jólamatinn. 16.12.2005 22:00 Menntaráð eykur fjárhæð til þróunarverkefna Menntaráð Reykjavíkur ætlar að verja þrjátíu milljónum í verkefni sem tengjast nýsköpun og þróun í skólamálum. Menntaráð hefur því hækkað styrkupphæð til þrónarverkefna úr fjörutíu og fimm milljónum í sjötí og fimm. 16.12.2005 22:00 Sóun á verðmætum og virðingarleysi fyrir verkum annarra Arkitekt húss við Sæbraut þrettán á Seltjarnarnesi, segir það sóun á verðmætum og virðingarleysi fyrir verkum annarra að rífa húsið. 16.12.2005 21:45 Bóluefni gegn fuglaflensu Heilbrigðisráðherrar Norðurlandanna náðu í dag samkomulagi um að þau standi saman að framleiðslu bóluefnis gegn fuglaflensu. 16.12.2005 21:30 Sérsmíðaður semball í Salinn Nýr sérsmíðaður semball er kominn í Salinn í Kópavogi og mun Jory Vinikour, bandarískur semballeikari, vígja hann á morgun. 16.12.2005 21:15 Göngugarpar styrkja Sjónarhól Göngugarparnir Bjarki Birgisson, Guðbrandur Einarsson og aðstoðarmaður þeirra Tómas Birgir Magnússon, sem gengu hringinn í kringum landið í sumar undir kjörorðinu "Haltur leiðir blindan" færðu Sjónarhóli 250 þús. króna jólagjöf. 16.12.2005 21:15 Avion Group verður skráð á íslenskan hlutabréfamarkað Avion Group verður skráð á íslenskan hlutabréfamarkað í næsta mánuði og verður þá fjórða stærsta fyrirtækið á markaðnum. 16.12.2005 21:15 VR félagar minntir á kjarasamninga og rétt til hvíldar Nú stendur yfir ein mesta vinnutörn ársins hjá verslunarmönnum. Á undanförnum árum hefur verið gert stórátak í því að hjálpa þeim að gæta réttar síns á þessum árstíma. Talsvert hefur borið á því undanfarin ár að réttur verslunarmanna til hvíldartíma hefur gleymst í nóvember og desember þegar verslanir eru oft opnar í tólf tíma á sólarhring eða meira. 16.12.2005 21:00 Börn gáfu jólapakka Það ríkti gleði og sannkallaður jólaandi í Húsaskóla í dag þar sem börn úr fyrsta og öðrum bekk gáfu jólapakka til Mæðrastyrksnefndar. Það er mikilvægt að allir fái eitthvað fallegt um jólin sögðu börnin. 16.12.2005 21:00 Baugur enn í kauphugleiðingum Danska viðskiptablaðið Börsen fullyrðir í dag að Baugur sé að kaupa stærsta einkarekna fasteignafélag Danmerkur fyrir 30 milljarða króna. 16.12.2005 20:45 Ósáttur við að greiða tvær milljónir fyrir rafmagn Eigandi býlis í Ölfusi er ekki sáttur við að hafa þurft að greiða hátt í tvær milljónir króna til að fá rafmagn heim. 16.12.2005 20:06 Bandalag Sjíta vann líklega stórsigur í Írak Bandalag Sjíta virðist hafa unnið stórsigur í þingkosningunum í Írak í gær. 16.12.2005 19:59 Dómsmálaráðherra ætlar að skoða athugasemdir mannréttindafulltrúa Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir sjálfsagt að skoða athugasemdir mannréttindafulltrúa Evrópuráðsins 16.12.2005 19:55 Ríkisstjórnin styður Árna Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að Árni Magnússon félagsmálaráðherra hafi sinn stuðning og ríkisstjórnarinnar 16.12.2005 19:53 Karlmaður slapp án meiðsla Karlmaður slapp án meiðsla þegar bíll sem hann ók valt á veginum sunnan við Hrófsá rétt eftir klukkan tvö í dag 16.12.2005 19:46 Baugur að kaupa stærsta einkarekna fasteignafélag Danmerkur? Danska viðskiptablaðið Börsen fullyrðir í dag að Baugur sé að kaupa stærsta einkarekna fasteignafélag Danmerkur fyrir 30 milljarða króna. 16.12.2005 19:14 Ræningjar stela peningaflutningabíl Tveir vopnaðir menn rændu peningaflutningabíl frá Securitas skammt frá Södertälje suður af Stokkhólmi í Svíþjóð í morgun. 16.12.2005 19:10 Íslensk stjórnvöld ætla ekki að hefja sjálfstæða rannsókn á fangaflugi Íslensk stjórnvöld hyggjast veita Evrópuþinginu allar þær upplýsingar sem gætu komið að góðum notum við rannsókn Evrópuráðsins á meintu fangaflugi bandarísku leyniþjónustunnar CIA og tilurð meintra leynifangelsa. Ríkisstjórnin ætlar þó ekki að hefja sjálfstæða rannsókn samkvæmt upplýsingum úr forsætisráðuneytinu. 16.12.2005 18:31 Útgáfa fyrir 13 milljarða í vikunni Erlendir aðilar hafa gefið út skuldabréf í íslenskum krónum fyrir um þrettán milljarða króna í þessari viku. Útgáfa erlendra aðila á skuldabréfum í íslenskum krónum er því komin í tæpa hundra fimmtíu og tvo milljaðra króna. 16.12.2005 18:15 Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 3,1 prósent Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði að um 3,1 prósent í nóvember frá fyrra mánuði. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Fasteignamati ríkisins. Síðastliðna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 49 prósent en um 35,5 prósent síðastliðna tólf mánuði. 16.12.2005 17:59 Dómsmálaráðherra ósammála gagnrýni mannréttindafulltrúa Dómsmálaráðherra gefur lítið fyrir flest þau atriði sem mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins gerði athugasemdir við. 16.12.2005 17:28 Sjá næstu 50 fréttir
Skoða möguleika á kaupum í Orkla Media Dagsbrún hf. hefur verið að skoða möguleika á kaupum á norska fjölmiðla fyrirtækinu Orkla Media. Orkla Media á meðal annars danska dagblaðið Berlingske Tidende. 19.12.2005 17:31
Fasteignaverð 63% yfir meðalverði Meðalfasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu í fasteignaviðskiptum í síðustu viku var rúmar fjörutíu og fimm milljónir króna en það er 63% yfir meðalverði síðustu tólf vikna. Fimmtungi færri fasteignir gengu þó kaupum og sölu en venja er til. 19.12.2005 16:04
Boðar harðan kosningaslag Dagur B. Eggertsson boðaði harða kosningabaráttu við Sjálfstæðisflokkinn í vor þegar hann tilkynnti fyrir stundu að hann sækist eftir fyrsta sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. 19.12.2005 15:51
Sextíu til nítíu íbúðir skemmast Reikna má með því að sextíu til nítíu íbúðir skemmist um áramótin vegna kertabruna samkvæmt upplýsingum frá Sjóvá. En talið er að á mili þrettán til fimmtán prósent heimila séu með ótryggt innbú og því gæti verið um tjón að ræða á fleiri heimilum en tölur Sjóvá gefa til kynna. 19.12.2005 15:39
Dagur B. Eggertsson gefur kost á sér í 1. sætið Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi gefur kost á sér í fyrsta sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar vegna borgarstjórnakosninganna næsta vor. Þetta tilkynnti Dagur á blaðamaðamannafundi rétt í þessu. Áður hafa Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Stefán Jón Hafstein gefið kost á sér. 19.12.2005 15:12
Vistvernd í verki Snæfellingar hafa á undanförnum árum lagt ríka áherslu á umhverfismál. Mikið starf er unnin undir merkjum Grænfánans og Bláfáninn blaktir við hún við Stykkilshólmshöfn. 19.12.2005 15:01
Það borgar sig ekki fyrir Dani að mennta sig Það borgar sig ekki fyrir Dani að mennta sig, sérstaklega ekki danskar konur. Eftir háskólanám geta þær átt von á 3% hækkun á launum sínum. Danski karlpeningurinn hefur örlítið forskot á dönsku konurnar en þeir geta átt von á 4,8% launahækkun eftir háskólanám. 19.12.2005 13:34
Aðeins hálftíma sigling til Eyja Siglingar á milli Vestmannaeyja og lands tækju aðeins um hálftíma ef hugmyndir nefndar um framtíðarsamgöngur til Vestmannaeyja um ferjulægi í Bakkafjöru verða að veruleika. 19.12.2005 13:27
Á að segja af sér Árni Magnússon félagsmálaráðherra á að segja af sér að mati Ungra vinstri grænna. 19.12.2005 13:22
Lækka tolla ekki ótilneydd Stjórnvöld lækka ekki tolla á innfluttar landbúnaðarafurðir fyrr en þau neyðast til þess vegna alþjóðasamþykkta. Þangað til verða Íslendingar að greiða hæsta matvælaverð í heimi segir formaður Neytendasamtakanna. 19.12.2005 11:59
1. sætið? Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi hefur boðað til blaðamannafundar síðar í dag. Dagur gekk fyrir skemmstu í raðir Samfylkingarinnar og á fundinum í dag kemur væntanlega í ljós hvort hann ætlar að bjóða sig fram í efsta sæti lista Samfylkingarinnar gegn þeim Steinunni Valdísi Óskarsdóttur og Stefáni Jóni Hafstein. 19.12.2005 10:35
Aflaverðmæti íslenskra skipa dregst mikið saman Aflaverðmæti íslenskra fiskiskipa virðist hafa dregist mun meira saman en tölur Hagstofunnar gefa til kynna. Þetta kemur fram á vefnum Skip.is, þar sem viðmælandi vefsins bendir á að við útreikningana sé miðað við aflaverðmætið árið 2003 á föstu verðlagi, en ekki sé tekið tillit til gegnisþróunar. Vegna þess telji Hagstofan samdráttinn nema um þremur prósentum, en með tilliti til styrkingar krónunnar gaganvart SDR, sé nær að tala um 17 prósenta samdrátt í aflaverðmætum. Skeikar þarna mörgum milljörðum króna 19.12.2005 08:26
Keyrt á ljósastaur Það var þrefalt lán í óláni hjá ungum ökumanni, sem missti stjórn á bíl sínum í fljúgandi hálku og brattri brekku á Akureyri í gærkvöldi, að hann skyldi aka á stag að stórum ljósastaur, í stað þess að steypast niður bratta brekku. Við þunga bílsins brotnaði hinsvegar staurinn, sem var úr tré, en lenti rétt við hlið bílsins í stað þess að falla á hann. Staurinn dró með sér dræsur af neistandi raflínum, en þær lentu ekki heldur á bílnum, sem var ökufær eftir ósköpin. Ökumaðruinn beið ekki boðana og dreif sig út úr bænum, og var það ekki fyrr en norður á Tjörnesi, að Húsavíkurlögreglan stöðvaði hann. 19.12.2005 08:24
Strandaði við Grundartanga Gríska flutningaskipið Polyefkis, strandaði í fjörunni við álverið á Grundartanga um miðnætti síðustu nótt. Engin slys urðu á áhöfninni og litlar skemmdir er taldar hafa orðið á skipinu. Skipið var dregið að höfninni í Grundartanga í nótt. 18.12.2005 12:15
Laus úr gæsluvarðhaldi Maðurinn sem úrskurðaður var í einnar viku gæsluvarðhald síðastliðinn þriðjudag, eftir að um 200 kannabisplöntur og nokkur kíló af kannabisefnum fundust á heimili hans í uppsveitum Árnessýslu, hefur verið látinn laus. 18.12.2005 11:00
Vélar á leið frá Bandaríkjunum lentu á Egilsstaðaflugvelli Tvær farþegavélar á leið frá Bandaríkjunum þurftu að lenda á Egilsstaðaflugvelli í morgun vegna snjókomu í Keflavík. Nú hins vegar hefur snjókoman breyst í slydduél og samgöngur komnar því sem næst í eðlilegt horf á Keflavíkurflugvelli. 17.12.2005 16:45
Björgólfur Thor fjárfestir ársins í Búlgaríu Björgólfur Thor Björgólfsson var í gærkvöldi útnefndur fjárfestir ársins í Búlgaríu af búlgarska ríkisútvarpinu. Fyrirtæki Björgólfs Thors, Novator, fjárfesti nýverið í búlgarska landssímanum, BTC, og námu þau viðskipti nærri 100 milljörðum íslenskra króna. 17.12.2005 16:15
Mjólkurbændur skulda um 20 milljarða króna Mjólkurbændur á Íslandi skulda um tuttugu milljarða króna og hafa skuldirnar aukist mjög mikið á undanförnum árum. Þetta sagði Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, í viðtalsþættinum Skaftahlíð á NFS í dag. Skýringuna á þessu segir hann liggja í því að bændur hafi verið hvattir til að stækka mjólkurbúin, og mikil kappsemi hafi ráðið för. 17.12.2005 15:08
Þyrlunni snúið við Þyrlu Landhelgisgæslunnar var snúið aftur til Reykjavíkur skömmu eftir hádegi í dag en hún hafði haft viðdvöl á Ísafirði eftir að hafa verið kölluð út vegna slasaðs sjómanns. Skipið var statt um sextíu sjómílur norður af Horni þegar slysið varð en þar sem arfavitlaust veður var á svæðinu var ákveðið að bíða eftir því að veður lægði. 17.12.2005 14:00
Skattbyrði lækkar aðeins hjá þeim tekjuhæstu Skattbyrði hefur aukist hjá öllum síðustu tvö árin, nema þeim tekjuhæstu. Hjá þeim hefur skattbyrðin lækkað. Skattbyrði þeirra sem hafa hæstar tekjur hefur lækkað um 1,7 prósentustig en skattbyrði þeirra tekjulægstu hækkað um tæp þrjú prósent. 17.12.2005 12:28
Þyrlan sækir slasaðan sjómann norður af Horni Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, var kölluð út í morgun til þess að sækja slasaðan sjómann um borð í skipi sem statt var um sextíu sjómílur norður af Horni. Maðurinn féll niður í lest skipsins og að sögn Gæslunnar kvartaði hann undan bakverkjum. 17.12.2005 11:48
Bílvelta við Hrófá Betur fór en á horfðist þegar maður á áttræðisaldri velti bíl sínum rétt sunnan við Hrófá á Vestfjörðum síðdegis í gær. Að sögn lögreglunnar á Hólmavík lenti bíll mannsins utan í umferðarmerki á blindhæð með þeim afleiðingum að hann snerist á veginum og fór eina veltu. 17.12.2005 11:00
Landbúnaðarvörur ekki dýrar á Íslandi Spánverjar eyða mun stærri hluta af sínum tekjum í kaup á matvælum en Íslendingar. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir landbúnaðarvöru ekki dýra á Íslandi. 17.12.2005 10:05
Ófært á Fróðárheiði Óveður er á Fróðárheiði og þar er ófært en annars er hálka, snjóþekja og snjókoma víða á Vesturlandi og á sunnanverðum Vestfjörðum, sem og á Hellisheiði og í Þrengslum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. 17.12.2005 09:09
Kengúrukjöt og krónhjartarsteik er meðal þess sem fólki býðst að kaupa í jólamatinn Kengúrukjöt og krónhjartarsteik er meðal þess sem fólki býðst að kaupa í jólamatinn. 16.12.2005 22:00
Menntaráð eykur fjárhæð til þróunarverkefna Menntaráð Reykjavíkur ætlar að verja þrjátíu milljónum í verkefni sem tengjast nýsköpun og þróun í skólamálum. Menntaráð hefur því hækkað styrkupphæð til þrónarverkefna úr fjörutíu og fimm milljónum í sjötí og fimm. 16.12.2005 22:00
Sóun á verðmætum og virðingarleysi fyrir verkum annarra Arkitekt húss við Sæbraut þrettán á Seltjarnarnesi, segir það sóun á verðmætum og virðingarleysi fyrir verkum annarra að rífa húsið. 16.12.2005 21:45
Bóluefni gegn fuglaflensu Heilbrigðisráðherrar Norðurlandanna náðu í dag samkomulagi um að þau standi saman að framleiðslu bóluefnis gegn fuglaflensu. 16.12.2005 21:30
Sérsmíðaður semball í Salinn Nýr sérsmíðaður semball er kominn í Salinn í Kópavogi og mun Jory Vinikour, bandarískur semballeikari, vígja hann á morgun. 16.12.2005 21:15
Göngugarpar styrkja Sjónarhól Göngugarparnir Bjarki Birgisson, Guðbrandur Einarsson og aðstoðarmaður þeirra Tómas Birgir Magnússon, sem gengu hringinn í kringum landið í sumar undir kjörorðinu "Haltur leiðir blindan" færðu Sjónarhóli 250 þús. króna jólagjöf. 16.12.2005 21:15
Avion Group verður skráð á íslenskan hlutabréfamarkað Avion Group verður skráð á íslenskan hlutabréfamarkað í næsta mánuði og verður þá fjórða stærsta fyrirtækið á markaðnum. 16.12.2005 21:15
VR félagar minntir á kjarasamninga og rétt til hvíldar Nú stendur yfir ein mesta vinnutörn ársins hjá verslunarmönnum. Á undanförnum árum hefur verið gert stórátak í því að hjálpa þeim að gæta réttar síns á þessum árstíma. Talsvert hefur borið á því undanfarin ár að réttur verslunarmanna til hvíldartíma hefur gleymst í nóvember og desember þegar verslanir eru oft opnar í tólf tíma á sólarhring eða meira. 16.12.2005 21:00
Börn gáfu jólapakka Það ríkti gleði og sannkallaður jólaandi í Húsaskóla í dag þar sem börn úr fyrsta og öðrum bekk gáfu jólapakka til Mæðrastyrksnefndar. Það er mikilvægt að allir fái eitthvað fallegt um jólin sögðu börnin. 16.12.2005 21:00
Baugur enn í kauphugleiðingum Danska viðskiptablaðið Börsen fullyrðir í dag að Baugur sé að kaupa stærsta einkarekna fasteignafélag Danmerkur fyrir 30 milljarða króna. 16.12.2005 20:45
Ósáttur við að greiða tvær milljónir fyrir rafmagn Eigandi býlis í Ölfusi er ekki sáttur við að hafa þurft að greiða hátt í tvær milljónir króna til að fá rafmagn heim. 16.12.2005 20:06
Bandalag Sjíta vann líklega stórsigur í Írak Bandalag Sjíta virðist hafa unnið stórsigur í þingkosningunum í Írak í gær. 16.12.2005 19:59
Dómsmálaráðherra ætlar að skoða athugasemdir mannréttindafulltrúa Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir sjálfsagt að skoða athugasemdir mannréttindafulltrúa Evrópuráðsins 16.12.2005 19:55
Ríkisstjórnin styður Árna Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að Árni Magnússon félagsmálaráðherra hafi sinn stuðning og ríkisstjórnarinnar 16.12.2005 19:53
Karlmaður slapp án meiðsla Karlmaður slapp án meiðsla þegar bíll sem hann ók valt á veginum sunnan við Hrófsá rétt eftir klukkan tvö í dag 16.12.2005 19:46
Baugur að kaupa stærsta einkarekna fasteignafélag Danmerkur? Danska viðskiptablaðið Börsen fullyrðir í dag að Baugur sé að kaupa stærsta einkarekna fasteignafélag Danmerkur fyrir 30 milljarða króna. 16.12.2005 19:14
Ræningjar stela peningaflutningabíl Tveir vopnaðir menn rændu peningaflutningabíl frá Securitas skammt frá Södertälje suður af Stokkhólmi í Svíþjóð í morgun. 16.12.2005 19:10
Íslensk stjórnvöld ætla ekki að hefja sjálfstæða rannsókn á fangaflugi Íslensk stjórnvöld hyggjast veita Evrópuþinginu allar þær upplýsingar sem gætu komið að góðum notum við rannsókn Evrópuráðsins á meintu fangaflugi bandarísku leyniþjónustunnar CIA og tilurð meintra leynifangelsa. Ríkisstjórnin ætlar þó ekki að hefja sjálfstæða rannsókn samkvæmt upplýsingum úr forsætisráðuneytinu. 16.12.2005 18:31
Útgáfa fyrir 13 milljarða í vikunni Erlendir aðilar hafa gefið út skuldabréf í íslenskum krónum fyrir um þrettán milljarða króna í þessari viku. Útgáfa erlendra aðila á skuldabréfum í íslenskum krónum er því komin í tæpa hundra fimmtíu og tvo milljaðra króna. 16.12.2005 18:15
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 3,1 prósent Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði að um 3,1 prósent í nóvember frá fyrra mánuði. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Fasteignamati ríkisins. Síðastliðna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 49 prósent en um 35,5 prósent síðastliðna tólf mánuði. 16.12.2005 17:59
Dómsmálaráðherra ósammála gagnrýni mannréttindafulltrúa Dómsmálaráðherra gefur lítið fyrir flest þau atriði sem mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins gerði athugasemdir við. 16.12.2005 17:28