Innlent

Dómsmálaráðherra ósammála gagnrýni mannréttindafulltrúa

Dómsmálaráðherra gefur lítið fyrir flest þau atriði sem mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins gerði athugasemdir við. Ráðherra segist ósammála gagnrýni við val á hæstaréttardómurum. Hann segir einnig að stjórnmálaskoðanir ráði för þegar 24 ára regla útlendingalaganna er gagnrýnd.

Mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins gerði athugasemdir í nokkrum liðum við ástand mannréttindamála á Íslandi. Meðal þess sem hann vildi sjá á annan veg var skipan hæstaréttardóma, sem nú er á borði ráðherra og hefur verið gagnrýnt. Björn segir umræðuna um skipan dómara ekki nýja. Hans skoðun sé hins vegar önnur en skoðun mannréttindafulltrúa Evrópuráðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×