Innlent

Það borgar sig ekki fyrir Dani að mennta sig

Það borgar sig ekki fyrir Dani að mennta sig, sérstaklega ekki danskar konur. Eftir háskólanám geta þær átt von á 3% hækkun á launum sínum. Danski karlpeningurinn hefur örlítið forskot á dönsku konurnar en þeir geta átt von á 4,8% launahækkun eftir háskólanám.

Samkvæmt skýrslu OECD fá Danir minnst fyrir sína menntun af þeim þjóðum sem skýrslan tók til. Finnar tróna á toppnum en þar geta karlmenn átt von á 15,8 prósenta hækkun fyrir sína menntun en finnskar konur 15,4 prósenta hækkun. Norðmenn eru í öðru sæti en þar geta konur vænst þess að hækka laun sín um þrettán prósent með háskólanámi en karlmenn aðeins um 10,4 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×