Innlent

Íslensk stjórnvöld ætla ekki að hefja sjálfstæða rannsókn á fangaflugi

Íslensk stjórnvöld hyggjast veita Evrópuþinginu allar þær upplýsingar sem gætu komið að góðum notum við rannsókn Evrópuráðsins á meintu fangaflugi bandarísku leyniþjónustunnar CIA og tilurð meintra leynifangelsa. Ríkisstjórnin ætlar þó ekki að hefja sjálfstæða rannsókn samkvæmt upplýsingum úr forsætisráðuneytinu.

Evrópuþingið samþykkti í gær að hefja rannsókn á því hvort leynileg fangelsi á vegum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, sé að finna í ríkjum Evrópusambandsins. Hvatti þingið leiðtoga Evrópuríkja til að kanna málið. Íslensk stjórnvöld ætla að aðstoða sérstaka nefnd sem Evrópusambandið setti á laggirnar til að rannsaka málið. Ríkisstjórnin ætlar þó ekki að fara fram á lögreglurannsókn á málinu að sögn Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, sem finnst málið í eðlilegum farveg. Að hans mati duga ekki vísbendingar um ólöglegan flutning á föngum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×