Innlent

Þyrlan sækir slasaðan sjómann norður af Horni

MYND/Vilhelm

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, var kölluð út í morgun til þess að sækja slasaðan sjómann um borð í skipi sem statt var um sextíu sjómílur norður af Horni. Maðurinn féll niður í lest skipsins og að sögn Gæslunnar kvartaði hann undan bakverkjum. Þyrlan lagði af stað rétt fyrir klukkan 10 í morgun en arfavitlaust veður er þar sem skipið er statt og bíður þyrlan því nú á Ísafirði eftir því að veður lægi. Skipið stefnir í átt að landi en sækist ferðin hægt vegna veðurs og íshrafls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×