Innlent

Bílvelta við Hrófá

Betur fór en á horfðist þegar maður á áttræðisaldri velti bíl sínum rétt sunnan við Hrófá á Vestfjörðum síðdegis í gær. Að sögn lögreglunnar á Hólmavík lenti bíll mannsins utan í umferðarmerki á blindhæð með þeim afleiðingum að hann snerist á veginum og fór eina veltu. Lögreglan sagði manninn, sem var einn í bílnum, ekki hafa verið á meira en fimmtíu kílómetra hraða en hann sé þekktur fyrir einkar gætilegt ökulag. Maðurinn slapp án meiðsla en bíllinn er talinn ónýtur. Bæjarins besta greinir frá þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×