Innlent

Landbúnaðarvörur ekki dýrar á Íslandi

MYND/Stefán

Spánverjar eyða mun stærri hluta af sínum tekjum í kaup á matvælum en Íslendingar. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segir landbúnaðarvöru ekki dýra á Íslandi.

Samtök verslunar og þjónustu segja í yfirlýsingu í gær að norræna skýrslan á matvælaverði staðfesti að meginástæða þess að verð á matvælum er hærra hér en annars staðar séu ríkjandi innflutningshömlur á búvörum og verndarstefna í íslenskum landbúnaði. Haraldur leggur annan skilning í skýrsluna og tekur fram að þótt minnst sé á höft á innfluttum landbúnaðarvörum í skýrslunni sé aðaláhersla hennar á frjálsa verslun. Samtök verslunar og þjónustu hafna því að fákeppni á matvörumarkaði sé ástæða fyrir hærra verði matvæla hér en í öðrum löndum og í raun sé samþjöppunin minni hér en víða í Skandinavíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×