Innlent

Keyrt á ljósastaur

Það var þrefalt lán í óláni hjá ungum ökumanni, sem missti stjórn á bíl sínum í fljúgandi hálku og brattri brekku á Akureyri í gærkvöldi, að hann skyldi aka á stag að stórum ljósastaur, í stað þess að steypast niður bratta brekku. Við þunga bílsins brotnaði hinsvegar staurinn, sem var úr tré, en lenti rétt við hlið bílsins í stað þess að falla á hann. Staurinn dró með sér dræsur af neistandi raflínum, en þær lentu ekki heldur á bílnum, sem var ökufær eftir ósköpin. Ökumaðruinn beið ekki boðana og dreif sig út úr bænum, og var það ekki fyrr en norður á Tjörnesi, að Húsavíkurlögreglan stöðvaði hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×