Innlent

Göngugarpar styrkja Sjónarhól

MYND/Sjónarhóll

Göngugarparnir Bjarki Birgisson, Guðbrandur Einarsson og aðstoðarmaður þeirra Tómas Birgir Magnússon, sem gengu hringinn í kringum landið í sumar undir kjörorðinu "Haltur leiðir blindan" hafa fært Sjónarhóli 250 þús. króna jólagjöf.

Með framtaki sínu vildu þeir félagar vekja athygli á málefnum sem varða aðstæður barna með sérþarfir og möguleika þeirra til þátttöku í samfélaginu. Þó ekki væri lögð áhersla á fjáröflun með verkefninu, styrktu fjölmargir þá á göngunni á margvíslegan hátt. Þegar allir reikningar höfðu verið gerðir upp kom í ljós að haltur leiddi blinan farsællega þannig að verkefnið skilaði hagnaði sem rann óskiptur til Sjónarhóls.

Aðstandendur Sjónarhóls þakka þeim félögum höfðinglega gjöf og frábært samstarf um verkefnið og óskarþeim velfarnaðar í framtíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×