Innlent

Fasteignaverð 63% yfir meðalverði

MYND/Pjetur

Meðalfasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu í fasteignaviðskiptum í síðustu viku var rúmar fjörutíu og fimm milljónir króna en það er 63% yfir meðalverði síðustu tólf vikna. Fimmtungi færri fasteignir gengu þó kaupum og sölu en venja er til. Ástæðan fyrir þessari hækkun er sú að óvenju mikið var um sölu á atvinnuhúsnæði og öðrum fasteignum en íbúðahúsnæði. Meðalverð í viðskiptum á Akureyri var 10% undir meðaltali síðustu tólf vikna og á Árborgarsvæðinu var það nær 30% undir meðallagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×