Innlent

Boðar harðan kosningaslag

MYND/Valli

Dagur B. Eggertsson boðaði harða kosningabaráttu við Sjálfstæðisflokkinn í vor þegar hann tilkynnti fyrir stundu að hann sækist eftir fyrsta sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor.

Dagur B Eggertsson borgarfulltrúi R-listans tilkynnti á blaðamannafundi fyrr í dag, að hann sæktist eftir forystusætinu á lista Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor.

Það er því ljóst að þrír einstaklingar munu berjast um fyrsta sætið en auk Dags hafa Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Stefán Jón Hafstein formaður menntaráðs, tilkynnt að þau sækist eftir fyrsta sæti á listanum. Dagur boðaði harða kosningabaráttu við Sjálfstæðisflokkinn og sagði að kosningabaráttan myndi hefjast á fullum krafti strax eftir jól.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×