Innlent

Skoða möguleika á kaupum í Orkla Media

Dagsbrún hf. hefur verið að skoða möguleika á kaupum á norska fjölmiðla fyrirtækinu Orkla Media. Orkla Media á meðal annars danska dagblaðið Berlingske Tidende.

Í fréttum á vef Berlingske Tidende hefur komið fram að Baugur Group hafi ítrekað áhuga sinna á Orkla Media. Skarphéðinn Berg Steinarsson, yfirmaður norrænna fjárfestinga hjá Baug, segir þetta ekki rétt. Fjárfestingar Baugs Group í fjölmiðlum liggi alfarið í eignarhlut fyrirtækisins í Dagsbrún.

Dagsbrún er móðurfélag Og Vodafone og 365 miðla. Gunnar Smári Egilsson, forstjóri 365 prent- og ljósvakamiðla, segir að verið sé að skoða hvort einhver tækifæri séu í Orkla Media. Fyrirtækið sé til sölu en engir fundir hafa þó átt sér stað á milli forsvarsmanna fyrirtækjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×