Innlent

Karlmaður slapp án meiðsla

Karlmaður slapp án meiðsla þegar bíll sem hann ók valt á veginum sunnan við Hrófsá rétt eftir klukkan tvö í dag. Maðurinn, sem er á áttræðisaldri, rak bíl sinn utan í umferðarskilti á blindhæð með þeim afleiðingum að bíllinn snérist á veginum og valt. Lögreglan segir manninn hafa verið á lítilli ferð enda þekktur fyrir mjög gætilegt aksturlag. Manninn sakaði ekki en bíllinn er gjörónýtur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×