Innlent

VR félagar minntir á kjarasamninga og rétt til hvíldar

MYND/Heiða Helgadóttir

Nú stendur yfir ein mesta vinnutörn ársins hjá verslunarmönnum. Á undanförnum árum hefur verið gert stórátak í því að hjálpa þeim að gæta réttar síns á þessum árstíma.Talsvert hefur borið á því undanfarin ár að réttur verslunarmanna til hvíldartíma hefur gleymst í nóvember og desember þegar verslanir eru oft opnar í tólf tíma á sólarhring eða meira. Að fenginni reynslu undanfarinnar ára hefur VR brugðið á það ráð að kynna félagsmönnum rétt sinn til hvíldar og launa. Afgreiðslufólki hefur verið sent spjald sem minnir á réttindi þeirra bæði hvað varðar vinnutíma og kjör. Svipað átak var rekið í fyrra með góðum árangri og meðvitund verslunarfólks um rétt sinn eykst stöðugt. Elías Magnússon hjá VR segir ástandið hafa batnað til muna og þetta sé gert í góðu samstarfi við félagsmenn og kaupmenn. Spurður að því hvort farið hefði verið af stað með átakið vegna þess að kaupmenn væru að snúa á starfsfólkið sagði hann svo ekki vera. Elías segir átakið er rekið í fullri sátt við félag stórkaupmanna og að flestir gæti þess að fara ekki yfir strikið.

Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, sagði að fyrirtækið færi eftir ýtrustu reglum hvað varðar vinnutíma. Þar sem það væri viðskiptavinum í hag að allir stæðu uppréttir sem ynnu við afgreiðslu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×