Innlent

Menntaráð eykur fjárhæð til þróunarverkefna

MYND/GVA

Menntaráð Reykjavíkur ætlar að verja þrjátíu milljónum í verkefni sem tengjast nýsköpun og þróun í skólamálum. Menntaráð hefur því hækkað styrkupphæð til þrónarverkefna úr fjörutíu og fimm milljónum í sjötí og fimm.

Skal þessari hækkun vera varið til sérstakra mála og auka enn fjölbreytni nýsköpunar í skólastarfi og virkja þann auð sem býr í kennurum og skólastjórnendum. Öllum leik- og grunnskólum borgarinnar stendur til boða að sækja um styrki og Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs, segir óskað eftir hugmyndum fyrir forystukennara sem hafa aflað sér mikillar reynslu og þekkingar eða tekið frumkvæði á sínu sviði og vilja miðla til fleiri kennara.

Þá er sérstök áhersla á verkefni fyrir bráðger börn í grunnskólum, og skóla sem vilja hefa tungmálanám fyrir yngri börn.

Leikskólasjóðurinn stækkar hlutfallslega mest, og er hvatt til verkefna sem tengjast íslenskukennslu nýbúa, og samstarfi leik- og grunnskóla.

Nú er í fyrsta sinn lagt fé, 10 milljónir króna, í þróunarsjóð tónlistarfræðslu, þar sem kemur fram áhersla á samstarf grunnskóla og tónlistarskóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×