Innlent

Mjólkurbændur skulda um 20 milljarða króna

MYND/Vísir

Mjólkurbændur á Íslandi skulda um tuttugu milljarða króna og hafa skuldirnar aukist mjög mikið á undanförnum árum. Þetta sagði Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, í viðtalsþættinum Skaftahlíð á NFS í dag. Skýringuna á þessu segir hann liggja í því að bændur hafi verið hvattir til að stækka mjólkurbúin, og mikil kappsemi hafi ráðið för. Lítið má út af bregða hjá mörgum bændum svo ekki fari illa. Þá sagði Haraldur að mjólkurbændum hafi fækkað úr sextán hundruð í átta hundruð á nokkrum árum, og mun að líkindum fækka niður í 350-400 á næstu tíu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×