Fleiri fréttir Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar samþykkir kjarasamning Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar samþykkti nýgerðan kjarasamning við borgina með 94 prósentum greiddra atkvæða. Á kjörskrá voru 2525 manns en atkvæði greiddu 1025 eða 40 prósent félagsmanna. 16.12.2005 14:44 Eldur í kjallaraíbúð Eldur kom upp í kjallaraíbúð við Egilsgötu rétt eftir klukkan eitt í dag. Tveir bílar voru sendir á vettvang og gekk slökkvistarf greiðlega. Búið er að reykræsta íbúðina. Verið er að rannsaka eldsupptök. 16.12.2005 13:54 Íslendingar fá að veiða 17,6% af kolmunastofninum Íslendingar fá að veiða 17,6 prósent af kolmunastofninum í Norður-Atlantshafi samkvæmt samkomulagi sem undirritað var á strandríkjafundi Íslendinga, Færeyinga, Norðmanna og fulltrúa Evrópusambandsins í Ósló í morgun. 16.12.2005 13:32 Norðurlöndin standa saman að framleiðslu bóluefnis Heilbrigðisráðherrar Norðurlanda náðu sátt um það rétt fyrir hádegi að Norðurlöndin muni standa saman að framleiðslu bóluefnis gegn fuglaflensu. Um tvær leiðir er að ræða en það á eftir að ákveða hvor leiðin verður farin: annars vegar er um að ræða samning við einkaaðila með opinberri þátttöku, en hins vegar að danska sóttvarnarstofnunin hefði yfirumsjón með verkefninu. 16.12.2005 13:06 Avion skráð á íslenskan hlutabréfamarkað Avion Group tilkynnti nú fyrir nokkrum mínútum að félagið verði skráð á íslenskan hlutabréfamarkað í næsta mánuði. Avion er risi á íslenskum fjármálamarkaði. Velta fyrirtækisins á yfirstandandi fjárhagsári er tæplega 120 milljarðar íslenskra króna. 16.12.2005 12:07 Dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Karlmaður á fimmtugsaldri var dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi í morgun fyrir að skera leigubílstjóra á háls í fyrrasumar. Dómurinn hafði áður sýknað manninn en Hæstiréttur vísaði málinu aftur í hérað. 16.12.2005 11:22 Flestir með nettengingu á Íslandi af norrænu þjóðunum Hlutfallslega fleiri heimili hér á landi eru tengd Netinu en annars staðar á Norðurlöndum að því er fram kemur í upplýsingum frá Hagstofunni. Árið 2005 voru 84% íslenskra heimila með nettengingu á meðan 75% danskra heimila, 73% sænskra, 64% norskra og 54% finnskra heimila gátu tengst Netinu. 16.12.2005 08:47 Tölvunotendur læsi þráðlausri nettengingu Tölvunotendur verða að gæta þess að læsa þráðlausri nettengingu til að koma í veg fyrir að óprúttnir náungar geti hlaðið niður efni á þeirra kostnað og hugsanlega stolið fé úr heimabanka þeirra. Þetta segir sérfræðingur í tölvuöryggi. 16.12.2005 08:00 Fleiri fíkniefnamál en í fyrra Fjöldi skráðra mála hjá svonefndri götudeild fíkniefnadeildar Lögreglunnar í Reykjavík það sem af er árinu fór yfir 200 í vikunni samanborið við 150 mál allt árið í fyrra og talsvert færri árið þar áður. Þá var lagt hald á mun meira af fíkniefnum en í fyrra, en um er að ræða efni sem komist hafa í gegn um tollleit og eru komin í smásölu á götunni. 16.12.2005 07:46 Neitar að hafa ætlað að dreifa efninu Maðurinn, sem var handtekinn í vikunni eftir að hátt í tvö hundruð kannabisplöntur og nokkur kíló af fíkniefnum úr þess háttar plöntum fundust í vörslu hans, neitar að hafa ætlað að dreifa efninu og selja það. 16.12.2005 07:24 Bréf Magnúsar Þórs skoðað af Ríkislögreglustjóra Ríkislögreglustjóri segist hafa móttekið bréf Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, þingmanns, og hann sé að skoða það. Magnús Þór sendi ríkislögreglustjóra bréf í kjölfar útvarpsviðtals þar sem Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður, ræddi störf fyrrverandi forstjóra Byggðastofnunar. Í útvarpsviðtalinu bar Kristinn ýmsar ásakanir á hendur fyrrum forstjóra Byggðastofnunar, sem gætu varðað við lög reynist þær réttar. 15.12.2005 22:30 Aukin fríverslun með landbúnaðarvörur gagnast einnig þróunarlöndunum Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðisofnunar HÍ, segir að afnemi Íslendingar innflutningshöft á landbúnaðarvörum lækki það matvælaverð umtalsvert. Þá segir Tryggvi að gangi Íslendingar úr hinum íhaldssama G10 hópi innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, myndi það styðja enn frekari fríverslun með landbúnaðarvörur. Slíkt myndi ekki bara gagnast íslenskum neytendum heldur einnig þróunarlöndunum. 15.12.2005 22:15 Fleiri Íslendingar tengdir internetinu en á hinum Norðurlöndunum Hlutfallslega fleiri heimili hér á landi eru tengd interneti en annars staðar á Norðurlöndum að því er kemur fram í upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Árið 2005 voru 84% íslenskra heimila með tengingu við internet á meðan 75% danskra heimila, 73% sænskra heimila, 64% norskra heimila og 54% finnskra heimila gátu tengst interneti. Notkun háhraðatenginga er einnig útbreiddari meðal heimila hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Internetnotkun einstaklinga er algengust hér á landi en 73-81% einstaklinga á aldrinum 16-74 ára notuðu internet annars staðar á Norðurlöndum í byrjun árs 2005 á móti 86% Íslendinga. 15.12.2005 22:15 Samruninn út um þúfur Ekkert verður af fyrirhuguðum samruna verktakafyrirtækjanna RIS ehf. og Keflavíkurverktaka. Stjórnir félaganna hafa um nokkurt skeið unnið að samrunanum, en hafa nú fallið frá honum eftir að hafa gaumgæft kosti og galla. Sameinuð hefðu félögin orðið að þriðja stærsta verktakafyrirtæki landsins, en stjórnarmenn komust að þeirri niðurstöðu að sameiningin hefði ekki leitt til þeirrar hagræðingar sem að var stefnt og var því ákveðið að falla frá henni. 15.12.2005 21:30 Nýtt veftímarit um stjórnmál og stjórnsýslu opnað í dag Fjármálaráðherra, Árni M. Mathiesen, opnaði nýtt veftímarit íslenskra stjórnmála- og stjórnsýslufræðinga í dag, föstudag. Tímaritið er gefið út af Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og er öllum opið. Vefslóðin er www.stjornmalogstjornsysla.is 15.12.2005 21:30 Enn vantar í 58 stöðugildi á leikskólum borgarinnar Enn vantar starfsfólk í tæp 58 stöðugildi á leikskólum borgarinnar samkvæmt nýjum tölum frá menntasviði borgarinnar. Mestur er skorturinn á starfsfólki í Grafarvogi og Kjalarnesi, en þar vantar 17 starfsmenn, og í Árbæ og Grafarholti vantar fólk í ellefu og hálft stöðugildi 15.12.2005 21:04 Stjórnarflokkarnir ósammála um Íbúðalánasjóð Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir ólgu innan stjórnarflokkanna um Íbúðalánasjóð tifandi tímasprengju. Greinilegt sé að þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilji loka Íbúðalánasjóði strax á morgun, en flestir framsóknarmenn vilji að hann starfi áfram. Óljóst sé þó með formann flokksins og forsætisráðherra. 15.12.2005 21:00 Húsgagna- og byggingavöruverslanir rísa í Urriðaholtslandi í Garðabæ og innan árs verður hafist handa við 3500 manna íbúðabyggð í holtinu. Oddfellow-reglan og Hagkaupsbræður standa að uppbyggingunni. 15.12.2005 20:30 Héraðsdómur hafnaði frávísunarkröfu í Baugsmáli Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu sakborninga í Baugsmálinu um að ákæruliðirnir átta, sem enn eru fyrir héraðsdómi, verði látnir niður falla. Þegar hefur verið ákveðið að kæra niðurstöðuna til Hæstaréttar. 15.12.2005 20:15 Nýtt útboðsferli í Héðinsfjarðargöng Nýtt útboðsferli Héðinsfjarðarganga er hafið og óskuðu sex verktakasamstæður eftir því að fá að bjóða í verkið, þeirra á meðal kínverskt járnbrautafyrirtæki. Stefnt er að því að borun ganganna hefjist næsta sumar. 15.12.2005 20:15 Eins mánaðar gömlu barni bjargað úr eldsvoða í NY Eins mánaðar gamalt barn bjargaðist með undraverðum hætti í New York í gær þegar eldur kom upp í íbúð í Bronx-hverfinu. Á öryggismyndbandi sést hvernig móðir barnsins lét það falla út um glugga á alelda íbúðinni. Karlmaður sem var fyrir neðan greip barnið. Hann segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að konan væri með barn í höndunum. Barnið var svart af reyk og andaði ekki þegar maðurinn greip það, en hann beitti blástursaðferðinni og þá fór það að draga andann. Slökkviliðsmönnum tókst að bjarga konunni. Móður og barni líður vel. 15.12.2005 20:07 Afnám viðskiptahafta með landbúnaðarafurði hjá WTO talið ólíklegt Verulega hefur dregið úr líkum á því að samkomulag náist um afnám viðskiptahafta með landbúnaðarafurðir á fundi Alheimsviðskiptastofnunarinnar í Hong Kong. Samningamenn Evrópusambandsins og Bandaríkjanna eru þegar farnir að skella skuldinni hvorir á aðra um að spilla fyrir samkomulagi. 15.12.2005 20:00 Greiða á upp erlend lán fyrir um 19 milljarða króna Ríkissjóður áætlar að gefa út ríkisskuldabréf fyrir um tuttugu milljarða króna að söluvirði á næsta ári. Fyrirhugað er að geiða upp erlend lán fyrir um nítján milljarða króna. 15.12.2005 19:54 Á valdi íslenskra stjórnvalda að lækka vöruverð Það er algjörlega á valdi íslenskra stjórnvalda að lækka verð á matvælum með því að afnema innflutningshöft og draga úr ofurskattlagningu matvæla. Þetta segir forstjóri Haga, þess fyrirtækis sem ræður 47 prósentum af matvörumarkaðnum hérlendis. 15.12.2005 19:45 Evópuþingið hyggst rannsaka fangaflug CIA Evrópuþingið ákvað í dag að koma á fót nefnd til að rannsaka fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar í Evrópu. Tillaga þessa efnis var samþykkt með 359 atkvæðum gegn 127. Megintilgangur rannsóknarinnar verður að kanna hvað sé hæft í ásökunum um að bandaríska leyniþjónustan hafi starfrækt fangelsi fyrir meinta hryðjuverkamenn í Póllandi og Rúmeníu. 15.12.2005 19:45 Góð kjörsókn í kosningum í Írak í dag Írakar flykktust á kjörstaði snemma í morgun og þegar komið varð að lokun áttu margir enn eftir að komast að. Ákveðið var að halda opnu í klukkustund til viðbótar um allt land og víða enn lengur. 15.12.2005 19:15 Kaupandi 100 milljóna húseignar hyggst rífa og byggja nýtt hús á lóðinni Kaupandi stórs einbýlishúss á Seltjarnarnesi áformar að rífa húsið og byggja nýtt á lóðinni í staðinn. Samkvæmt heimildum NFS greiddi hann um hundrað milljónir króna fyrir húsið. 15.12.2005 19:12 Pakkajól fara vel af stað Í dag var fulltrúum Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur og Hjálparstarfs Kirkjunnar afhentir fyrstu pakkarnir sem safnast hafa saman undir jólatrénu í Kringlunni. Jólapakkarnir eru til handa þeim sem þurfa á aðstoð að halda um jólin og er hægt að merkja pakkana með aldri og kyni þess barns sem pakkinn höfðar til. Síðasti dagurinn sem tekið er á móti pökkum í Kringlunni er miðvikudagurinn, 21. desember. Það eru Kringlan, Bylgjan og Íslandspóstur sem standa að þessi árlegu pakkasöfnun. 15.12.2005 19:00 Ummæli iðnaðarráðherra útúrsnúningar Orkufyrirtæki hafa fengið loforð fyrir nýtingarleyfi samhliða rannsóknarleyfi vegna jarðhita. Iðnaðarráðherra segir hins vegar að slíkum leyfum sé ekki úthlutað ef nota eigi orkuna til raforkuframleiðslu. Þingmenn Samfylkingarinnar í iðnaðarnefnd segja þetta útúrsnúninga. Ekki sé hægt að skilja á milli raforkuframleiðslu og annarrar nýtingar. Ljóst sé að ef búið sé að úthluta auðlindum á þennan hátt verði þeim ekki úthlutað aftur. 15.12.2005 19:00 Sögulegar þingkosningar Sögulegar þingkosningar í Írak í dag tókust með afbrigðum vel. Kjörstaðir voru víða opnir fram yfir áætlaða lokun, svo mikil var ásóknin í að fá að kjósa til nýs þings. Í þetta sinn létu súnnítar í Írak sig ekki vanta á kjörstað en þeir hafa sniðgengið kosningar í landinu hingað til. 15.12.2005 18:29 Indriði H. Þorláksson sýknaður af meiðyrðum Hæstiréttur sýknaði í dag Indriða H. Þorláksson af meiðyrðakröfu danska skattasérfræðingsins Edwin G. Shelton. Shelton krafðist þess að ummæli sem Indriði birti í Morgunblaðinu í desember 2003 yrðu dæmd dauð og ómerk. 15.12.2005 17:48 BSRB greiðir leigu fyrir aðstöðu nemenda í fötlunarfræðum hjá Sjónarhóli Fulltrúar Sjónarhóls, BSRB og félagsvísindadeildar H.Í.undirrrituðu í dag samning um að BSRB greiði leigu í eitt ár fyrir aðstöðu hjá ráðgjafarmiðstöðinni Sjónarhóli sem ætluð er nemendum í rannsóknarnámi við Háskóla Íslands á sviði fötlunar. 15.12.2005 17:30 Heildarafli íslenskra skipa minni en í fyrra Heildarafli íslenskra skipa í nóvember var 97,4 þúsund tonn og dróst saman um 29,2% frá sama mánuði í fyrra. Samdráttinn má helst skýra með minni síldarafla en einnig minnkaði þorsk- og ýsuafli á milli ára. Milli ára dróst verðmæti fiskaflans saman um 11,1% á föstu verðlagi. Frá þessu er greint í Vegvísi Landsbankans. 15.12.2005 17:15 Íslandsbanki áformar að opna skrifstofu í Kína Alþjóða- og fjárfestingasvið Íslandsbanka áformar að opna skrifstofu í Shanghai, Kína á næsta ári. Skrifstofan mun auðvelda bankanum að þjónusta viðskiptavini Íslandsbanka í Kína og Asíu. Bjarni Ármannsonn, forstjóri Íslandsbanka, segist segir æ fleiri Norsk og Íslensk fyrir þegar komin með eða hafa í hyggju að koma á starfsemi í Kína og Asíu. Íslandsbanki er fyrst íslenskra fjármálafyrirtækja til að koma á fót skrifstofu í Asíu. 15.12.2005 17:00 Norrænir ráðherrar hittast á morgun og ræða viðbrögð við fuglaflensufaraldri Á morgun, föstudag, munu norrænu heilbrigðisráðherrarnir funda í Kaupmannahöfn til að móta norræna stefnu um hvernig bregðast skuli við ef fuglaflensufaraldur brýst út. Óformlegur fréttamannafundur verður haldinn á hádegi á Hotel Hilton við Kastrup flugvöll. Síðastliðinn þriðjudag tilkynnti Morgan Johansson heilbrigðisráðherra Svíþjóðar að ákveðið hefði verið að taka upp samstarf við einkalyfjafyrirtæki um byggingu nýrrar lyfjaverksmiðju í Svíþjóð. 15.12.2005 16:49 Holræsagjald borgarbúa lækkar á næsta ári Orkuveita Reykjavíkur tekur við rekstri fráveitna fjögurra sveitarfélaga um áramótin. Holræsagjald borgarbúa mun lækka í framhaldinu. Stjórnarformaður Orkuveitunnar segir þetta mikið framfaraskref. 15.12.2005 16:47 Gunnarsstofnun fagnar upplýsingum um Nóbelsverðlaun Stofnun Gunnars Gunnarssonar fagnar því að loksins skuli komnar fram upplýsingar sem varpa ljósi á ástæður þess að Gunnar Gunnarsson varð ekki þess heiðurs aðnjótandi að taka við Nóbelsverðlaunum í Stokkhólmi 1955. 15.12.2005 16:30 Dæmdur í níutíu daga fangelsi fyrir vörslu barnakláms Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi tæplega fertugan karlmann í 90 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa barnaklám í fórum sínum. Í tölvu mannsins fundust rúmlega þrjú hundruð ljósmyndir og sautján stuttar hreyfimyndir sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Lögreglan fann myndirnar eftir að maðurinn fór með tölvuna í viðgerð. 15.12.2005 16:26 Undirritaður fríverslunarsamningur milli EFTA og Suður Kóreu Í dag var undirritaður fríverslunarsamningur EFTA ríkjanna og Suður Kóreu. Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, undirritaði samninginn fyrir Íslands hönd. Undirritunin fór fram í Hong Kong þar sem ráðherrarnir sitja nú ráðherrafund Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. 15.12.2005 16:00 Hæstiréttur vísaði sýknudómi vegna kynferðisbrota aftur til Héraðsdóms Hæstiréttur vísaði sýknudómi Héraðsdóms Norðurlands vestra aftur heim í hérað. Maðurinn hafði verið sýknaður af kynferðisbrotum gegn systurdóttur sinni. Meint brot áttu sér stað í ágúst 2003 þegar telpan var tíu ára gömul og bar stúlkan fyrir héraðsdómi að maðurinn hefði þreifað á rassi sínum og kynfærum. Málinu var vísað aftur heim í hérað til frekari meðferðar og dómsálagningar að nýju. 15.12.2005 16:00 26 ára karlmaður dæmdur fyrir kynferðisbrot 26 ára karlmaður var á þriðjudag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í 8 mánaða fangelsi og til greiðslu 400.000 króna í miskabætur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku. 15.12.2005 15:38 Vilja afsögn Árna Magnússonar félagsmálaráðherra Framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna, ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar, furðar sig á ályktun Sambands ungra framsóknarmanna frá því í morgun, en hana má skilja sem svo, að þar sem að ungir framsóknarmenn telji Árna Magnússon vera „flottan fulltrúa flokksins", þá sé hann hafinn yfir landslög. Ungir jafnaðarmenn telja þvert á móti að flottast hefði verið hjá félagsmálaráðherra að viðurkenna að hann hafi gert mistök og segja af sér ráðherradómi eftir dóm Hæstaréttar. 15.12.2005 15:30 Auglýsingarskilti Björgunarsveitar Hafnarfjarðar falið með öðru auglýsingarskilti Félögum í björgunarsveit Hafnarfjarðar brá heldur betur í brún í morgun þegar þeir sáu að auglýsingarskilti Krónunnar hafði verið lagt yfir auglýsingaskilti þeirra á hringtorgi í Hafnarfirði. Héldu sumir að þarna væri á ferð harðsvífin samkeppni en bæði auglýsingaskiltin auglýstu sölu jólatrjáa. 15.12.2005 15:15 Borgarstjórnarflokkur F-listans fagnar nýjum kjarasamningum Borgarstjórnarflokkur F-listans fagnar nýjum kjarasamningum þar sem laun umönnunarstétta, sem hafa verið mjög vanmetnar til launa, eru leiðrétt verulega. Bætt launakjör þeirra eru forsenda þess að borgin geti mannað þýðingarmiklar þjónustustofnanir í velferðarkerfinu og að með sómasamlegum hætti sé hægt að veita barnafjölskyldum, öldruðum og sjúkum þá þjónustu sem þeim ber. 15.12.2005 15:00 Funda um mögulega framleiðslu bóluefnis gegn fuglaflensu Ráðherrar heilbrigðismála á Norðurlöndunum funda á morgun um mögulega framleiðslu landanna á bóluefni gegn fuglaflensu. Fundað verður í Kaupmannahöfn og situr Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, fundinn. 15.12.2005 14:45 Sjá næstu 50 fréttir
Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar samþykkir kjarasamning Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar samþykkti nýgerðan kjarasamning við borgina með 94 prósentum greiddra atkvæða. Á kjörskrá voru 2525 manns en atkvæði greiddu 1025 eða 40 prósent félagsmanna. 16.12.2005 14:44
Eldur í kjallaraíbúð Eldur kom upp í kjallaraíbúð við Egilsgötu rétt eftir klukkan eitt í dag. Tveir bílar voru sendir á vettvang og gekk slökkvistarf greiðlega. Búið er að reykræsta íbúðina. Verið er að rannsaka eldsupptök. 16.12.2005 13:54
Íslendingar fá að veiða 17,6% af kolmunastofninum Íslendingar fá að veiða 17,6 prósent af kolmunastofninum í Norður-Atlantshafi samkvæmt samkomulagi sem undirritað var á strandríkjafundi Íslendinga, Færeyinga, Norðmanna og fulltrúa Evrópusambandsins í Ósló í morgun. 16.12.2005 13:32
Norðurlöndin standa saman að framleiðslu bóluefnis Heilbrigðisráðherrar Norðurlanda náðu sátt um það rétt fyrir hádegi að Norðurlöndin muni standa saman að framleiðslu bóluefnis gegn fuglaflensu. Um tvær leiðir er að ræða en það á eftir að ákveða hvor leiðin verður farin: annars vegar er um að ræða samning við einkaaðila með opinberri þátttöku, en hins vegar að danska sóttvarnarstofnunin hefði yfirumsjón með verkefninu. 16.12.2005 13:06
Avion skráð á íslenskan hlutabréfamarkað Avion Group tilkynnti nú fyrir nokkrum mínútum að félagið verði skráð á íslenskan hlutabréfamarkað í næsta mánuði. Avion er risi á íslenskum fjármálamarkaði. Velta fyrirtækisins á yfirstandandi fjárhagsári er tæplega 120 milljarðar íslenskra króna. 16.12.2005 12:07
Dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Karlmaður á fimmtugsaldri var dæmdur í fimm ára fangelsi í Héraðsdómi í morgun fyrir að skera leigubílstjóra á háls í fyrrasumar. Dómurinn hafði áður sýknað manninn en Hæstiréttur vísaði málinu aftur í hérað. 16.12.2005 11:22
Flestir með nettengingu á Íslandi af norrænu þjóðunum Hlutfallslega fleiri heimili hér á landi eru tengd Netinu en annars staðar á Norðurlöndum að því er fram kemur í upplýsingum frá Hagstofunni. Árið 2005 voru 84% íslenskra heimila með nettengingu á meðan 75% danskra heimila, 73% sænskra, 64% norskra og 54% finnskra heimila gátu tengst Netinu. 16.12.2005 08:47
Tölvunotendur læsi þráðlausri nettengingu Tölvunotendur verða að gæta þess að læsa þráðlausri nettengingu til að koma í veg fyrir að óprúttnir náungar geti hlaðið niður efni á þeirra kostnað og hugsanlega stolið fé úr heimabanka þeirra. Þetta segir sérfræðingur í tölvuöryggi. 16.12.2005 08:00
Fleiri fíkniefnamál en í fyrra Fjöldi skráðra mála hjá svonefndri götudeild fíkniefnadeildar Lögreglunnar í Reykjavík það sem af er árinu fór yfir 200 í vikunni samanborið við 150 mál allt árið í fyrra og talsvert færri árið þar áður. Þá var lagt hald á mun meira af fíkniefnum en í fyrra, en um er að ræða efni sem komist hafa í gegn um tollleit og eru komin í smásölu á götunni. 16.12.2005 07:46
Neitar að hafa ætlað að dreifa efninu Maðurinn, sem var handtekinn í vikunni eftir að hátt í tvö hundruð kannabisplöntur og nokkur kíló af fíkniefnum úr þess háttar plöntum fundust í vörslu hans, neitar að hafa ætlað að dreifa efninu og selja það. 16.12.2005 07:24
Bréf Magnúsar Þórs skoðað af Ríkislögreglustjóra Ríkislögreglustjóri segist hafa móttekið bréf Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, þingmanns, og hann sé að skoða það. Magnús Þór sendi ríkislögreglustjóra bréf í kjölfar útvarpsviðtals þar sem Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður, ræddi störf fyrrverandi forstjóra Byggðastofnunar. Í útvarpsviðtalinu bar Kristinn ýmsar ásakanir á hendur fyrrum forstjóra Byggðastofnunar, sem gætu varðað við lög reynist þær réttar. 15.12.2005 22:30
Aukin fríverslun með landbúnaðarvörur gagnast einnig þróunarlöndunum Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðisofnunar HÍ, segir að afnemi Íslendingar innflutningshöft á landbúnaðarvörum lækki það matvælaverð umtalsvert. Þá segir Tryggvi að gangi Íslendingar úr hinum íhaldssama G10 hópi innan Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, myndi það styðja enn frekari fríverslun með landbúnaðarvörur. Slíkt myndi ekki bara gagnast íslenskum neytendum heldur einnig þróunarlöndunum. 15.12.2005 22:15
Fleiri Íslendingar tengdir internetinu en á hinum Norðurlöndunum Hlutfallslega fleiri heimili hér á landi eru tengd interneti en annars staðar á Norðurlöndum að því er kemur fram í upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Árið 2005 voru 84% íslenskra heimila með tengingu við internet á meðan 75% danskra heimila, 73% sænskra heimila, 64% norskra heimila og 54% finnskra heimila gátu tengst interneti. Notkun háhraðatenginga er einnig útbreiddari meðal heimila hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Internetnotkun einstaklinga er algengust hér á landi en 73-81% einstaklinga á aldrinum 16-74 ára notuðu internet annars staðar á Norðurlöndum í byrjun árs 2005 á móti 86% Íslendinga. 15.12.2005 22:15
Samruninn út um þúfur Ekkert verður af fyrirhuguðum samruna verktakafyrirtækjanna RIS ehf. og Keflavíkurverktaka. Stjórnir félaganna hafa um nokkurt skeið unnið að samrunanum, en hafa nú fallið frá honum eftir að hafa gaumgæft kosti og galla. Sameinuð hefðu félögin orðið að þriðja stærsta verktakafyrirtæki landsins, en stjórnarmenn komust að þeirri niðurstöðu að sameiningin hefði ekki leitt til þeirrar hagræðingar sem að var stefnt og var því ákveðið að falla frá henni. 15.12.2005 21:30
Nýtt veftímarit um stjórnmál og stjórnsýslu opnað í dag Fjármálaráðherra, Árni M. Mathiesen, opnaði nýtt veftímarit íslenskra stjórnmála- og stjórnsýslufræðinga í dag, föstudag. Tímaritið er gefið út af Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og er öllum opið. Vefslóðin er www.stjornmalogstjornsysla.is 15.12.2005 21:30
Enn vantar í 58 stöðugildi á leikskólum borgarinnar Enn vantar starfsfólk í tæp 58 stöðugildi á leikskólum borgarinnar samkvæmt nýjum tölum frá menntasviði borgarinnar. Mestur er skorturinn á starfsfólki í Grafarvogi og Kjalarnesi, en þar vantar 17 starfsmenn, og í Árbæ og Grafarholti vantar fólk í ellefu og hálft stöðugildi 15.12.2005 21:04
Stjórnarflokkarnir ósammála um Íbúðalánasjóð Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir ólgu innan stjórnarflokkanna um Íbúðalánasjóð tifandi tímasprengju. Greinilegt sé að þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilji loka Íbúðalánasjóði strax á morgun, en flestir framsóknarmenn vilji að hann starfi áfram. Óljóst sé þó með formann flokksins og forsætisráðherra. 15.12.2005 21:00
Húsgagna- og byggingavöruverslanir rísa í Urriðaholtslandi í Garðabæ og innan árs verður hafist handa við 3500 manna íbúðabyggð í holtinu. Oddfellow-reglan og Hagkaupsbræður standa að uppbyggingunni. 15.12.2005 20:30
Héraðsdómur hafnaði frávísunarkröfu í Baugsmáli Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu sakborninga í Baugsmálinu um að ákæruliðirnir átta, sem enn eru fyrir héraðsdómi, verði látnir niður falla. Þegar hefur verið ákveðið að kæra niðurstöðuna til Hæstaréttar. 15.12.2005 20:15
Nýtt útboðsferli í Héðinsfjarðargöng Nýtt útboðsferli Héðinsfjarðarganga er hafið og óskuðu sex verktakasamstæður eftir því að fá að bjóða í verkið, þeirra á meðal kínverskt járnbrautafyrirtæki. Stefnt er að því að borun ganganna hefjist næsta sumar. 15.12.2005 20:15
Eins mánaðar gömlu barni bjargað úr eldsvoða í NY Eins mánaðar gamalt barn bjargaðist með undraverðum hætti í New York í gær þegar eldur kom upp í íbúð í Bronx-hverfinu. Á öryggismyndbandi sést hvernig móðir barnsins lét það falla út um glugga á alelda íbúðinni. Karlmaður sem var fyrir neðan greip barnið. Hann segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að konan væri með barn í höndunum. Barnið var svart af reyk og andaði ekki þegar maðurinn greip það, en hann beitti blástursaðferðinni og þá fór það að draga andann. Slökkviliðsmönnum tókst að bjarga konunni. Móður og barni líður vel. 15.12.2005 20:07
Afnám viðskiptahafta með landbúnaðarafurði hjá WTO talið ólíklegt Verulega hefur dregið úr líkum á því að samkomulag náist um afnám viðskiptahafta með landbúnaðarafurðir á fundi Alheimsviðskiptastofnunarinnar í Hong Kong. Samningamenn Evrópusambandsins og Bandaríkjanna eru þegar farnir að skella skuldinni hvorir á aðra um að spilla fyrir samkomulagi. 15.12.2005 20:00
Greiða á upp erlend lán fyrir um 19 milljarða króna Ríkissjóður áætlar að gefa út ríkisskuldabréf fyrir um tuttugu milljarða króna að söluvirði á næsta ári. Fyrirhugað er að geiða upp erlend lán fyrir um nítján milljarða króna. 15.12.2005 19:54
Á valdi íslenskra stjórnvalda að lækka vöruverð Það er algjörlega á valdi íslenskra stjórnvalda að lækka verð á matvælum með því að afnema innflutningshöft og draga úr ofurskattlagningu matvæla. Þetta segir forstjóri Haga, þess fyrirtækis sem ræður 47 prósentum af matvörumarkaðnum hérlendis. 15.12.2005 19:45
Evópuþingið hyggst rannsaka fangaflug CIA Evrópuþingið ákvað í dag að koma á fót nefnd til að rannsaka fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar í Evrópu. Tillaga þessa efnis var samþykkt með 359 atkvæðum gegn 127. Megintilgangur rannsóknarinnar verður að kanna hvað sé hæft í ásökunum um að bandaríska leyniþjónustan hafi starfrækt fangelsi fyrir meinta hryðjuverkamenn í Póllandi og Rúmeníu. 15.12.2005 19:45
Góð kjörsókn í kosningum í Írak í dag Írakar flykktust á kjörstaði snemma í morgun og þegar komið varð að lokun áttu margir enn eftir að komast að. Ákveðið var að halda opnu í klukkustund til viðbótar um allt land og víða enn lengur. 15.12.2005 19:15
Kaupandi 100 milljóna húseignar hyggst rífa og byggja nýtt hús á lóðinni Kaupandi stórs einbýlishúss á Seltjarnarnesi áformar að rífa húsið og byggja nýtt á lóðinni í staðinn. Samkvæmt heimildum NFS greiddi hann um hundrað milljónir króna fyrir húsið. 15.12.2005 19:12
Pakkajól fara vel af stað Í dag var fulltrúum Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur og Hjálparstarfs Kirkjunnar afhentir fyrstu pakkarnir sem safnast hafa saman undir jólatrénu í Kringlunni. Jólapakkarnir eru til handa þeim sem þurfa á aðstoð að halda um jólin og er hægt að merkja pakkana með aldri og kyni þess barns sem pakkinn höfðar til. Síðasti dagurinn sem tekið er á móti pökkum í Kringlunni er miðvikudagurinn, 21. desember. Það eru Kringlan, Bylgjan og Íslandspóstur sem standa að þessi árlegu pakkasöfnun. 15.12.2005 19:00
Ummæli iðnaðarráðherra útúrsnúningar Orkufyrirtæki hafa fengið loforð fyrir nýtingarleyfi samhliða rannsóknarleyfi vegna jarðhita. Iðnaðarráðherra segir hins vegar að slíkum leyfum sé ekki úthlutað ef nota eigi orkuna til raforkuframleiðslu. Þingmenn Samfylkingarinnar í iðnaðarnefnd segja þetta útúrsnúninga. Ekki sé hægt að skilja á milli raforkuframleiðslu og annarrar nýtingar. Ljóst sé að ef búið sé að úthluta auðlindum á þennan hátt verði þeim ekki úthlutað aftur. 15.12.2005 19:00
Sögulegar þingkosningar Sögulegar þingkosningar í Írak í dag tókust með afbrigðum vel. Kjörstaðir voru víða opnir fram yfir áætlaða lokun, svo mikil var ásóknin í að fá að kjósa til nýs þings. Í þetta sinn létu súnnítar í Írak sig ekki vanta á kjörstað en þeir hafa sniðgengið kosningar í landinu hingað til. 15.12.2005 18:29
Indriði H. Þorláksson sýknaður af meiðyrðum Hæstiréttur sýknaði í dag Indriða H. Þorláksson af meiðyrðakröfu danska skattasérfræðingsins Edwin G. Shelton. Shelton krafðist þess að ummæli sem Indriði birti í Morgunblaðinu í desember 2003 yrðu dæmd dauð og ómerk. 15.12.2005 17:48
BSRB greiðir leigu fyrir aðstöðu nemenda í fötlunarfræðum hjá Sjónarhóli Fulltrúar Sjónarhóls, BSRB og félagsvísindadeildar H.Í.undirrrituðu í dag samning um að BSRB greiði leigu í eitt ár fyrir aðstöðu hjá ráðgjafarmiðstöðinni Sjónarhóli sem ætluð er nemendum í rannsóknarnámi við Háskóla Íslands á sviði fötlunar. 15.12.2005 17:30
Heildarafli íslenskra skipa minni en í fyrra Heildarafli íslenskra skipa í nóvember var 97,4 þúsund tonn og dróst saman um 29,2% frá sama mánuði í fyrra. Samdráttinn má helst skýra með minni síldarafla en einnig minnkaði þorsk- og ýsuafli á milli ára. Milli ára dróst verðmæti fiskaflans saman um 11,1% á föstu verðlagi. Frá þessu er greint í Vegvísi Landsbankans. 15.12.2005 17:15
Íslandsbanki áformar að opna skrifstofu í Kína Alþjóða- og fjárfestingasvið Íslandsbanka áformar að opna skrifstofu í Shanghai, Kína á næsta ári. Skrifstofan mun auðvelda bankanum að þjónusta viðskiptavini Íslandsbanka í Kína og Asíu. Bjarni Ármannsonn, forstjóri Íslandsbanka, segist segir æ fleiri Norsk og Íslensk fyrir þegar komin með eða hafa í hyggju að koma á starfsemi í Kína og Asíu. Íslandsbanki er fyrst íslenskra fjármálafyrirtækja til að koma á fót skrifstofu í Asíu. 15.12.2005 17:00
Norrænir ráðherrar hittast á morgun og ræða viðbrögð við fuglaflensufaraldri Á morgun, föstudag, munu norrænu heilbrigðisráðherrarnir funda í Kaupmannahöfn til að móta norræna stefnu um hvernig bregðast skuli við ef fuglaflensufaraldur brýst út. Óformlegur fréttamannafundur verður haldinn á hádegi á Hotel Hilton við Kastrup flugvöll. Síðastliðinn þriðjudag tilkynnti Morgan Johansson heilbrigðisráðherra Svíþjóðar að ákveðið hefði verið að taka upp samstarf við einkalyfjafyrirtæki um byggingu nýrrar lyfjaverksmiðju í Svíþjóð. 15.12.2005 16:49
Holræsagjald borgarbúa lækkar á næsta ári Orkuveita Reykjavíkur tekur við rekstri fráveitna fjögurra sveitarfélaga um áramótin. Holræsagjald borgarbúa mun lækka í framhaldinu. Stjórnarformaður Orkuveitunnar segir þetta mikið framfaraskref. 15.12.2005 16:47
Gunnarsstofnun fagnar upplýsingum um Nóbelsverðlaun Stofnun Gunnars Gunnarssonar fagnar því að loksins skuli komnar fram upplýsingar sem varpa ljósi á ástæður þess að Gunnar Gunnarsson varð ekki þess heiðurs aðnjótandi að taka við Nóbelsverðlaunum í Stokkhólmi 1955. 15.12.2005 16:30
Dæmdur í níutíu daga fangelsi fyrir vörslu barnakláms Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi tæplega fertugan karlmann í 90 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa barnaklám í fórum sínum. Í tölvu mannsins fundust rúmlega þrjú hundruð ljósmyndir og sautján stuttar hreyfimyndir sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Lögreglan fann myndirnar eftir að maðurinn fór með tölvuna í viðgerð. 15.12.2005 16:26
Undirritaður fríverslunarsamningur milli EFTA og Suður Kóreu Í dag var undirritaður fríverslunarsamningur EFTA ríkjanna og Suður Kóreu. Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, undirritaði samninginn fyrir Íslands hönd. Undirritunin fór fram í Hong Kong þar sem ráðherrarnir sitja nú ráðherrafund Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. 15.12.2005 16:00
Hæstiréttur vísaði sýknudómi vegna kynferðisbrota aftur til Héraðsdóms Hæstiréttur vísaði sýknudómi Héraðsdóms Norðurlands vestra aftur heim í hérað. Maðurinn hafði verið sýknaður af kynferðisbrotum gegn systurdóttur sinni. Meint brot áttu sér stað í ágúst 2003 þegar telpan var tíu ára gömul og bar stúlkan fyrir héraðsdómi að maðurinn hefði þreifað á rassi sínum og kynfærum. Málinu var vísað aftur heim í hérað til frekari meðferðar og dómsálagningar að nýju. 15.12.2005 16:00
26 ára karlmaður dæmdur fyrir kynferðisbrot 26 ára karlmaður var á þriðjudag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í 8 mánaða fangelsi og til greiðslu 400.000 króna í miskabætur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku. 15.12.2005 15:38
Vilja afsögn Árna Magnússonar félagsmálaráðherra Framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna, ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar, furðar sig á ályktun Sambands ungra framsóknarmanna frá því í morgun, en hana má skilja sem svo, að þar sem að ungir framsóknarmenn telji Árna Magnússon vera „flottan fulltrúa flokksins", þá sé hann hafinn yfir landslög. Ungir jafnaðarmenn telja þvert á móti að flottast hefði verið hjá félagsmálaráðherra að viðurkenna að hann hafi gert mistök og segja af sér ráðherradómi eftir dóm Hæstaréttar. 15.12.2005 15:30
Auglýsingarskilti Björgunarsveitar Hafnarfjarðar falið með öðru auglýsingarskilti Félögum í björgunarsveit Hafnarfjarðar brá heldur betur í brún í morgun þegar þeir sáu að auglýsingarskilti Krónunnar hafði verið lagt yfir auglýsingaskilti þeirra á hringtorgi í Hafnarfirði. Héldu sumir að þarna væri á ferð harðsvífin samkeppni en bæði auglýsingaskiltin auglýstu sölu jólatrjáa. 15.12.2005 15:15
Borgarstjórnarflokkur F-listans fagnar nýjum kjarasamningum Borgarstjórnarflokkur F-listans fagnar nýjum kjarasamningum þar sem laun umönnunarstétta, sem hafa verið mjög vanmetnar til launa, eru leiðrétt verulega. Bætt launakjör þeirra eru forsenda þess að borgin geti mannað þýðingarmiklar þjónustustofnanir í velferðarkerfinu og að með sómasamlegum hætti sé hægt að veita barnafjölskyldum, öldruðum og sjúkum þá þjónustu sem þeim ber. 15.12.2005 15:00
Funda um mögulega framleiðslu bóluefnis gegn fuglaflensu Ráðherrar heilbrigðismála á Norðurlöndunum funda á morgun um mögulega framleiðslu landanna á bóluefni gegn fuglaflensu. Fundað verður í Kaupmannahöfn og situr Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, fundinn. 15.12.2005 14:45