Innlent

Á að segja af sér

Árni Magnússon félagsmálaráðherra á að segja af sér að mati Ungra vinstri grænna.

Í ályktun sem Ungir vinstri grænir hafa sent frá sér lýsa þeir yfir óhug vegna aðgerða og ummæla Árna Magnússonar félagsmálaráðherra í tengslum við mál Valgerðar H. Bjarnadóttur, fyrrum framkvæmdarstjóra Jafnréttisstofu. Eins lýsa þeir furðu sinni á ályktun Sambands ungra framsóknarmanna þess efnis að Árni Magnússon sé "flottur fulltrúi Framsóknarflokksins". "Í ljósi þvermóðskulegrar framkomu hans vegna sakfellingar Hæstaréttar kemur ekkert annað til greina en að félagsmálaráðherra segi af sér" segir í ályktuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×