Innlent

Vistvernd í verki

VISTVERND Í VERKI

Snæfellingar hafa á undanförnum árum lagt ríka áherslu á umhverfismál. Mikið starf er unnin undir merkjum Grænfánans og Bláfáninn blaktir við hún við Stykkilshólmshöfn.

Það er landvernd sem hefur heimild til að úthluta þessum fánum en þá fá aðeins þeir skólar eða hafnir sem sérstaka áherslu leggja á umhverfismál og uppfylla ákveðin skilyrði um umhverfisvernd. Nú hafa sveitarfélögin á Snæfellsnesi ákveðið að ganga skrefinu lengra. Þann 14. desember síðast liðinn undirrituðu stóru sveitarfélögin á Snæfellsnesi og Landvernd samning er kallast "Vistvernd í verki". "Vistvernd í verki" er alþjóðlegt umhverfisverkefni og markmið þess að styðja og hvetja fólk til að taka upp vistvænni lífstíl. Sveitarfélögin á Snæfellsnesinu bætast nú hóp þeirra fjórtán sveitarfélaga sem þegar hafa undirritað samninginn.

sjá nánar hér




Fleiri fréttir

Sjá meira


×