Innlent

Aflaverðmæti íslenskra skipa dregst mikið saman

Aflaverðmæti íslenskra fiskiskipa virðist hafa dregist mun meira saman en tölur Hagstofunnar gefa til kynna. Þetta kemur fram á vefnum Skip.is, þar sem viðmælandi vefsins bendir á að við útreikningana sé miðað við aflaverðmætið árið 2003 á föstu verðlagi, en ekki sé tekið tillit til gegnisþróunar. Vegna þess telji Hagstofan samdráttinn nema um þremur prósentum, en með tilliti til styrkingar krónunnar gaganvart SDR, sé nær að tala um 17 prósenta samdrátt í aflaverðmætum. Skeikar þarna mörgum milljörðum króna




Fleiri fréttir

Sjá meira


×