Innlent

Dómsmálaráðherra ætlar að skoða athugasemdir mannréttindafulltrúa

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir sjálfsagt að skoða athugasemdir mannréttindafulltrúa Evrópuráðsins en hafnar hugmyndum um breytingar á svokallaðri tuttugu og fjögurra ára reglu í útlendingalögum. Þá segir hann engar breytingar fyrirhugaðar á fjárveitingum til Mannréttindaskrifstofu.

Dómsmálaráðherra telur sömuleiðis að ráðherra eigi áfram að bera ábyrgð á ráðningu hæstaréttardómara þótt skoða megi breytingar á öðrum þáttum skipunarferlis dómara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×