Innlent

Þyrlunni snúið við

MYND/Pjetur

Þyrlu Landhelgisgæslunnar var snúið aftur til Reykjavíkur skömmu eftir hádegi í dag en hún hafði haft viðdvöl á Ísafirði eftir að hafa verið kölluð út vegna slasaðs sjómanns. Skipið var statt um sextíu sjómílur norður af Horni þegar slysið varð en þar sem arfavitlaust veður var á svæðinu var ákveðið að bíða eftir því að veður lægði. Síðar kom í ljós að meiðsl mannsins voru ekki jafn alvarleg og talið var í fyrstu en hann vankaðist við fall í lest skipsins og meiddist á síðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×