Innlent

Ófært á Fróðárheiði

Óveður er á Fróðárheiði og þar er ófært en annars er hálka, snjóþekja og snjókoma víða á Vesturlandi og á sunnanverðum Vestfjörðum, sem og á Hellisheiði og í Þrengslum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Þá er þungfært um Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði, snjóþekja og éljagangur er á Steingrímsfjarðarheiði og á Ströndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×