Innlent

Baugur enn í kauphugleiðingum

Jón Ásgeir Jóhannesson og Hreinn Loftsson, helstu stjórnendur Baugs.
Jón Ásgeir Jóhannesson og Hreinn Loftsson, helstu stjórnendur Baugs. GVA

Danska viðskiptablaðið Börsen fullyrðir í dag að Baugur sé að kaupa stærsta einkarekna fasteignafélag Danmerkur fyrir 30 milljarða króna.

Umrætt fyrirtæki heitir Atlas og segir blaðið að markmiðið með kaupunum sé að sameina félagið öðrum félögum sem Baugur á hlutdeild í og koma þannig á koppinn risavöxnu norrænu fasteignafélagi. Fyrir á Baugur 30 prósent hlut í Keops sem er stærsta félag Danmerkur á þessu sviði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×