Innlent

Börn gáfu jólapakka

Það ríkti gleði og sannkallaður jólaandi í Húsaskóla í dag þar sem börn úr fyrsta og öðrum bekk gáfu jólapakka til Mæðrastyrksnefndar. Það er mikilvægt að allir fái eitthvað fallegt um jólin sögðu börnin.

Börnin pökkuðu inn gjöfunum heima og settu þær undir jólatré sem er í skólanum. Þau útbjuggu sjálf merkiðana og settu á pakkana. Fulltrúar Mæðrastyrksnefndar voru ánægðir með framtakið.

Og að sjálfsögðu sungu börnin jólalag um gjafirnar sem allir fá á jólunum - og þau ætla að sjá til þess að þær komist til skila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×