Innlent

Ræningjar stela peningaflutningabíl

Tveir vopnaðir menn rændu peningaflutningabíl frá Securitas skammt frá Södertälje suður af Stokkhólmi í Svíþjóð í morgun.

Ræningjarnir notuðu sjálfvirka riffla og sprengjur við ránið. Þeir sprengdu upp peningageymslu bílsins með kröftugu sprengiefni þannig aftari hluti hans nær hvarf og er bíllinn gjörónýtur. Bíll ræningjanna fannst alelda við ránsstaðinn og vitni segjast síðan hafa séð leigubíl hverfa af vettvangi á miklum hraða. Rán af þessu tagi hafa færst í vöxt í Svíþjóð og aðeins er mánuður síðan öryggisverðir fóru í verkfall til að þrýsta á um aukið öryggi við peningaflutninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×