Innlent

Aðeins hálftíma sigling til Eyja

Siglingar á milli Vestmannaeyja og lands tækju aðeins um hálftíma ef hugmyndir nefndar um framtíðarsamgöngur til Vestmannaeyja um ferjulægi í Bakkafjöru verða að veruleika.

Siglingastofnun Íslands rannsakar nú möguleikann á ferjulægi í Bakkafjöru. Í húsnæði stofnunarinnar er búið að setja upp nákvæmt líkan af hafnarskilyrðum í Bakkafjöru.

Sturla Böðvarsson segir líkanið sér hluti af rannsóknarvinnu sem nefnd um framtíðarsamgöngur til Vestmannaeyja stendur fyrir. Nefndinni er ætlað að finna besta kostinn í samgöngumálum í eyjanna.

Líkanið er nákvæm eftirmynd af Bakkafjöru og tekur tillit til dýptar, ölduhæðar og öldustefnu. Ferjan sem notuð yrði í þessar siglingar yrði á stærð við flóabátinn Baldur og myndi siglingin taka um það bil hálftíma. Ekki er komin endaleg tala á hver kostnaðurinn yrði en talað er um 2,5 til 3 milljarða króna.

Líkanið var til sýnis í dag í húsnæði Siglingamálastofnunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×