Fleiri fréttir Áyggjur af byggðinni Stjórnarfundur Öldunnar stéttarfélags lýsir áhyggjum yfir að ekki skuli unnið skipulegar og meira að atvinnu- og byggðaþróunarmálum á vestanverðu Norðurlandi en raun beri vitni. 10.9.2004 00:01 Klippurnar á lofti Hafi bíleigendur ekki greitt sín gjöld eða tryggingar það sem af er þessu ári eru líkindi til að lögregla eða tollayfirvöld hafi uppi á bílnum og klippi númerin af enda stendur sérstakt átak vegna þess yfir hjá löggæslumönnum þessa dagana. 10.9.2004 00:01 Varla verið þurr dagur í september Rok og rigning hefur sett svip á þessa fyrstu viku mánaðarins eftir óvenju hlýjan ágústmánuð þar sem gróður var víða við að skrælna vegna þurrka. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofu Íslands hefur rignt alla daga þessa mánaðar í höfuðborginni nema einn og fram undan er meira af því sama um mestallt land. 10.9.2004 00:01 Maður lést í átökum við lögreglu Þrjátíu og þriggja ára gamall karlmaður lést í átökum við lögregluna í Keflavík síðdegis í gær að því er segir á vefsíðu embættisins. Klukkan rúmlega 17 var tilkynnt um mann sem var illa á sig kominn á gangi í Keflavík. Maðurinn virtist vera í annarlegu ástandi og var færður til lögreglustöðvar. 10.9.2004 00:01 Gæsluvarðhaldsúrskurður staðfestur Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tuttugu og fimm ára gömlum manni sem er grunaður um að hafa veitt öðrum manni alvarlegan áverka með öxi á veitingastað í Hafnarfirði í byrjun mánaðarins. 10.9.2004 00:01 Meðsekir en hvorugur sekur Rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík fékk heldur óvenjulegt mál til rannsóknar í gær þar sem enginn virðist sekur en allir meðsekir. Málið snýst um það að blaðamaður DV fékk lásasmið til að brjótast inn í mannlausa íbúð fyrir sig, án þess að hafa þurft að gefa lásasmiðnum viðeigandi upplýsingar um sig að sögn blaðamanns. 10.9.2004 00:01 Fleiri en nokkru sinni fyrr Mun fleiri útlendingar en nokkru sinni fyrr ætla að koma hingað á Iceland Airwaves tónlistarhátíðina en nokkru sinni fyrr, að sögn Icelandair sem skipuleggur hátíðina ásamt ýmsum samstarfsaðilum. Um það bil eitt þúsund útlendingar hafa þegar tryggt sér aðgang og forsala miða hefst hér á landi í dag. 10.9.2004 00:01 Þjófurinn enn í bílnum Brotist var inn í tvo bíla í austurborginni í nótt og útvarpstækjum og geislaspilurum stolið úr þeim. Í báðum tilvikum brutu þjófar rúður í bílstjórahurðinni til að komast inn. Í síðara tilvikinu var þjófurinn í bílnum þegar lögregla kom á vettvang en hins vegar voru hljómtækin horfin úr bílnum þannig að fleiri hafa verið í vitorði. 10.9.2004 00:01 Óvíst hver rannsakar málið Ríkissaksóknari ákveður innan stundar hvaða lögregluembætti verður falið að rannsaka tildrög þess að þrjátíu og þriggja ára karlmaður lést í Keflavík síðdegis í gær eftir snörp átök við lögreglumenn þar. 10.9.2004 00:01 Hausthátíð í Vesturbæ Um næstu helgi fer fram árleg hausthátíð í Vesturbænum. Hátíðin fer fram á KR svæðinu laugardaginn 11. september þar sem nýr gerfigrasvöllur Kr verður vígður. Sunnudaginn 12. september er dagskrá í Vesturbæjarlaug, Neskirkju og á svæði við skátaheimili Ægisbúa og íþróttahús Hagaskóla. 10.9.2004 00:01 Öryrkjum svarað 1. október Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra vill ekki upplýsa hvort staðið verði við samkomulag hans við öryrkja um hækkun örorkulífeyris á næstu mánuðum. Hann segir að það komi í ljós 1. október þegar fjárlög næsta árs verði kynnt. 10.9.2004 00:01 Íslendingar stjórni veiðunum Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins, segir algert skilyrði fyrir inngöngu í Evrópusambandið að Íslendingar stjórni algerlega veiðum á eigin fiskimiðum. 10.9.2004 00:01 Settu óvænt í risasíld Fjölveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson setti óvænt í risastóra síld á Halamiðum í gær og bíða Guðmundur Þ. Jónsson skipstjóri og hans menn nú eftir að lokið verði við að fullvinna aflann svo hægt verði að halda veislunni áfram. 10.9.2004 00:01 Lögreglan í Reykjavík með málið Ríkissaksóknari hefur falið embætti lögreglustjórans í Reykjavík að rannsaka tildrög þess að þrjátíu og þriggja ára karlmaður lést í Keflavík síðdegis í gær eftir snörp átök við lögregluþjóna. Maðurinn var sonur manns sem handtekinn var í bænum í gærdag í annarlegu ástandi. 10.9.2004 00:01 Sekt fyrir kannabisræktun Tveir menn á þrítugsaldri voru dæmdir til 200.000 króna sektar hvor í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að hafa haft í fórum sínum 89 kannabisplöntur, rúmlega átta grömm af maríjúna og sjö grömm af kannabisfræjum. 10.9.2004 00:01 Standa við loforð um fasteignalán Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að Framsóknarflokkurinn muni standa við kosningaloforð sitt um að hækka lán Íbúðarlánasjóðs upp í 90 prósent af íbúðarverði á næstunni. Þetta kom fram í ræðu Halldórs sem hann hélt á haustfundi landsstjórnar og þingflokksins í Borgarnesi í dag. 10.9.2004 00:01 Foreldrar ánægðir með leikskólana Foreldrar barna í leikskólum Reykjavíkur eru mjög ánægðir með þjónustu leikskólanna ef marka má niðurstöður könnunar sem gerð var síðastliðið vor. Í fréttatilkynningu Leikskóla Reykjavíkur kemur fram að 98% foreldra telja barn þeirra mjög eða frekar ánægt í leikskólanum. 10.9.2004 00:01 Ráðherrarnir hans Davíðs Davíð Oddsson hefur myndað fjórar ríkisstjórnir frá því að hann var kjörinn á þing í apríl 1991. Tuttugu og níu ráðherrar hafa setið í stjórnum hans, þar af sjö konur og aðeins tvær úr hans eigin flokki. Tólf eru hættir í pólitík og gegna flestir þeirra embættum á vegum hins opinbera. Halldór Ásgrímsson hefur setið manna lengst í stjórn undir forsæti Davíðs. </font /></b /> 10.9.2004 00:01 Hlýtt, taktfast og róstursamt Óvenjuleg veðursæld, tíðir hljómleikar og umræður um fjölmiðlalög einkenndu sumarið 2004. Forsetinn var líka í sviðsljósinu, bæði vegna lagasynjunar og endurkjörs. </font /></b /> 10.9.2004 00:01 Þetta er hátíðisdagur Skaftholtsréttir í Gnúpverjahreppi og Hrunaréttir voru í gær og í dag er réttað í Reykjarétt á Skeiðum og í Tungnarétt í Biskupstungum. 10.9.2004 00:01 Börnunum líður vel í leikskólanum Um 98 prósent foreldra barna í leikskólum Reykjavíkur telja að barn þeirra sé mjög eða frekar ánægt í leikskólanum. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem leikskólarnir létu gera. 10.9.2004 00:01 Ráðherra vill endurbætur Það er fjarri því að Sundabrautin leysi þann umferðarvanda sem er á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og því nauðsynlegt að fara út í framkvæmdir við gatnamótin, að sögn Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra. 10.9.2004 00:01 Þrír karlmenn taldir líklegir Þrír menn hafa óopinberlega lýst því yfir að þeir hafi hug á að sækja um stöðu rektors Háskóla Íslands þegar Páll Skúlason lætur af störfum næsta vor. 10.9.2004 00:01 Fáar konur í áhrifastöðum Einungis tveir af tíu æðstu stjórnendum skóla á háskólastigi í landinu eru konur. Á meðal hóps kvenna í Háskóla Íslands er vilji til að úr þessu verði bætt og er hafin leit að frambærilegri konu til að bjóða sig fram til rektors Háskóla Íslands. 10.9.2004 00:01 Leitað að konu í stöðu rektors Nú þegar Páll Skúlason hefur gefið það út að hann hyggist ekki sækjast eftir endurkjöri sem rektor háskóla Íslands hafa þær raddir gerst æ háværari að kona verði kjörin í starf rektors en kona hefur aldrei gegnt því starfi. 10.9.2004 00:01 Rannveig svarar ekki Fréttastofa Stöðvar 2 reyndi enn á ný að ná tali af Rannveigu Rist, formanni stjórnar Símans, í dag vegna kaupa fyrirtækisins á hlut í sjónvarpsstöðinni Skjá einum. Ritari Rannveigar hjá Álverinu í Straumsvík segir að hún vísi öllum spurningum vegna málsins til forstjóra eða upplýsingafulltrúa Símans. 10.9.2004 00:01 Lést í höndum lögreglunnar "Ég sá lögreglubíla og fór út á götu til að athuga hvað væri að gerast, þá sá ég hvar löggan veitti manninum hjartahnoð og reyndi að lífga hann við," segir Linda Björk Gylfadóttir nágranni 33 ára gamals manns sem lést í átökum við lögregluna í Keflavík um klukkan hálf sex á sunnudag. Lögreglan í Reykjavík rannsakar málið. 10.9.2004 00:01 Ráðherra sakar hagfræðinga um rugl Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra brást öndverður við sparnaðarhugmynd hagfræðings við háskóla Íslands og bað kennara við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands að "vera frekar í hagfræði en pólitík. 10.9.2004 00:01 Ábyrgðarleysi að útiloka ESB-aðild Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra segir "ábyrgðarleysi" að útiloka aðild að ESB. Það sé "bara hluti af framtíðinni að ræða þetta", hvort sem mönnum líki betur eða verr. "Það þýðir ekkert að forðast að segja óþægilega hluti þótt menn hrökkvi við og segi sig jafnvel úr flokknum," sagði utanríkisráðherra. 10.9.2004 00:01 Lést í átökum við lögreglu Þrjátíu og þriggja ára maður lést í átökum við lögregluna í Keflavík síðdegis í gær. Lögreglunni í Reykjavík hefur verið falið að rannsaka málið. 10.9.2004 00:01 Leitar álits Umboðsmanns Alþingis Helga Jónsdóttir borgarritari ætlar að leita álits umboðsmanns Alþingis á ráðningu í embætti ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins. Hún gefur lítið fyrir rökstuðning ráðherra um stöðuveitinguna. 10.9.2004 00:01 Árni Johnsen vill jökulturn Árni Johnsen, ráðgjafi Vesturbyggðar, kynnti bæjarstjórn á miðvikudag tillögur sínar um átak í ferðaþjónustu og atvinnumálum í Vesturbyggð. Bæjarstjórn er bundin trúnaðar vegna efnis tillagna þingmannsins fyrrverandi en á meðal þeirra er að finna einstaklega nýstárlega hugmynd um að reist verði háhýsi í Flókalundi í Vatnsfirði. 10.9.2004 00:01 Kennir lögreglu um dauðsfallið Anna Þorbergsdóttir, móðir Keflvíkingsins Bjarka Hafþórs Vilhjálmssonar, segir lögregluna í Keflavík bera ábyrgð á því að Bjarki lést í fyrradag. 10.9.2004 00:01 Neyðaropnanir standa með lásasmiði "Ég stend með Gústa en það næst ekki í hann," segir Grétar Eiríksson lásasmiður sem rekur Neyðaropnanir ehf. Gústi er maður á hans vegum sem hleypti blaðamanni DV inn í íbúð sem hann átti ekki án þess að biðja hann um sannanir fyrir því að hann byggi þar. 10.9.2004 00:01 Setur skilyrði fyrir sölu Símans Framsóknarflokkurinn setur það skilyrði fyrir sölu Landssímans að lokið verði uppbyggingu dreifikerfisins þannig að landsbyggðin öll hafi aðgang að nútímafjarskiptum. Þá er rætt um að byrjað verði á því að bjóða almenningi að kaupa hlutabréf í Símanum. Þetta kom fram á fundi framsóknarmanna í Borgarnesi í dag. 10.9.2004 00:01 Gatnakerfi Reykjavíkur sprungið Gatnakerfið í Reykjavík er sprungið og annar ekki hratt vaxandi umferðarþunga. Þetta hefur leitt til stöðugrar fjölgunar umferðarslysa ár eftir ár, að mati Sjóvár-Almennra. Lélegar merkingar á svæðum þar sem viðgerðir standa yfir auka slysatíðni mjög. 10.9.2004 00:01 Ekki misst úr réttir í 80 ár Loftur Eiríksson bóndi í Steinsholti í Gnúpverjahreppi hefur ekki misst úr réttum síðan hann var þriggja eða fjögurra ára. Hann verður 83 ára í mánuðinum. 10.9.2004 00:01 Afstýrði verkfalli í Hjallastefnu Ekki kemur til verkfalls í Barnaskóla Hjallastefnunnar við Vífilsstaðaveg í Garðabæ. Fulltrúar Félags grunnskólakennara og Hjallastefnunnar ehf. framlengdu fyrri kjarasamning með grunnhækkun á launum í gær. 10.9.2004 00:01 Börn á biðlista eftir daggæslu Börnum er mismunað þar sem þau komast ekki öll að í daggæslu á frístundaheimilum Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur eftir skóla, segir móðir sjö ára drengs. Æskulýðsfulltrúi ÍTR segir starfsfólk skorta sem sé eina fyrirstaða þess að börnin komist að. 10.9.2004 00:01 Átak gegn innbrotum Algengast er að innbrotsþjófar láti til skarar skríða í Árbæjar- og Höfðahverfi. Innbrot í bíla eru algengust og þjófarnir oftast ungir karlar. Þetta er meðal þeirra upplýsinga sem Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur aflað í tengslum við átak um að fækka innbrotum. 10.9.2004 00:01 Flugturninum breytt í safn? Það yrði menningarsögulegt stórslys ef gamli flugturninn á Reykjavíkurflugvelli yrði rifinn. Þetta segja breskir herflugmenn sem flugu á Íslandi á stríðsárunum. Þeir hvetja til þess að turninum verði breytt í safn. 10.9.2004 00:01 Fara þrjú til Aþenu Landslið Íþróttasambands fatlaðra heldur til Aþenu í dag og á þriðjudaginn kemur, en þar fer fram Ólympíumót fatlaðra 17. til 28. september. 10.9.2004 00:01 Sekt fyrir kannabisræktun Tveir menn á þrítugsaldri voru í gær dæmdir til að greiða hvor um sig 200 þúsund krónur í sekt fyrir að rækta kannabisplöntur í Súðarvogi í Reykjavík. Lögreglan í Reykjavík lagði hald á plöntur, 8,39 grömm af maríjúana og 6,96 grömm af kannabisfræjum í húsnæði mannanna í byrjun júní í fyrra. 10.9.2004 00:01 Reglur um smitgát brotnar Embætti yfirdýralæknis hefur borist til eyrna að brotalamir kunni að vera í flutningum sauðfjár milli landshluta í sláturhús, segir Sigurður Sigurðarson, sérfræðingur embættisins í sauðfjársjúkdómum. Hann segir að vegið sé að vörnum við riðu, garnaveiki og ýmsum smitsjúkdómum sem embættið er að reyna að útrýma þegar óvarlega er farið í flutningunum. 10.9.2004 00:01 Líklega Parvo-sýking Út frá einkennum og niðurstöðum rannsókna á sýnum sem tekin hafa verið úr hundum sem fengið hafa illvíga niðurgangspest er líklegast að um smáveirusótt sé að ræða sem orsakast af parvo-veiru. Þetta var niðurstaða fundar sjálfstætt starfandi dýralækna, héraðsdýralækna og sérfræðinga frá Keldum í gær. 10.9.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Áyggjur af byggðinni Stjórnarfundur Öldunnar stéttarfélags lýsir áhyggjum yfir að ekki skuli unnið skipulegar og meira að atvinnu- og byggðaþróunarmálum á vestanverðu Norðurlandi en raun beri vitni. 10.9.2004 00:01
Klippurnar á lofti Hafi bíleigendur ekki greitt sín gjöld eða tryggingar það sem af er þessu ári eru líkindi til að lögregla eða tollayfirvöld hafi uppi á bílnum og klippi númerin af enda stendur sérstakt átak vegna þess yfir hjá löggæslumönnum þessa dagana. 10.9.2004 00:01
Varla verið þurr dagur í september Rok og rigning hefur sett svip á þessa fyrstu viku mánaðarins eftir óvenju hlýjan ágústmánuð þar sem gróður var víða við að skrælna vegna þurrka. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofu Íslands hefur rignt alla daga þessa mánaðar í höfuðborginni nema einn og fram undan er meira af því sama um mestallt land. 10.9.2004 00:01
Maður lést í átökum við lögreglu Þrjátíu og þriggja ára gamall karlmaður lést í átökum við lögregluna í Keflavík síðdegis í gær að því er segir á vefsíðu embættisins. Klukkan rúmlega 17 var tilkynnt um mann sem var illa á sig kominn á gangi í Keflavík. Maðurinn virtist vera í annarlegu ástandi og var færður til lögreglustöðvar. 10.9.2004 00:01
Gæsluvarðhaldsúrskurður staðfestur Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tuttugu og fimm ára gömlum manni sem er grunaður um að hafa veitt öðrum manni alvarlegan áverka með öxi á veitingastað í Hafnarfirði í byrjun mánaðarins. 10.9.2004 00:01
Meðsekir en hvorugur sekur Rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík fékk heldur óvenjulegt mál til rannsóknar í gær þar sem enginn virðist sekur en allir meðsekir. Málið snýst um það að blaðamaður DV fékk lásasmið til að brjótast inn í mannlausa íbúð fyrir sig, án þess að hafa þurft að gefa lásasmiðnum viðeigandi upplýsingar um sig að sögn blaðamanns. 10.9.2004 00:01
Fleiri en nokkru sinni fyrr Mun fleiri útlendingar en nokkru sinni fyrr ætla að koma hingað á Iceland Airwaves tónlistarhátíðina en nokkru sinni fyrr, að sögn Icelandair sem skipuleggur hátíðina ásamt ýmsum samstarfsaðilum. Um það bil eitt þúsund útlendingar hafa þegar tryggt sér aðgang og forsala miða hefst hér á landi í dag. 10.9.2004 00:01
Þjófurinn enn í bílnum Brotist var inn í tvo bíla í austurborginni í nótt og útvarpstækjum og geislaspilurum stolið úr þeim. Í báðum tilvikum brutu þjófar rúður í bílstjórahurðinni til að komast inn. Í síðara tilvikinu var þjófurinn í bílnum þegar lögregla kom á vettvang en hins vegar voru hljómtækin horfin úr bílnum þannig að fleiri hafa verið í vitorði. 10.9.2004 00:01
Óvíst hver rannsakar málið Ríkissaksóknari ákveður innan stundar hvaða lögregluembætti verður falið að rannsaka tildrög þess að þrjátíu og þriggja ára karlmaður lést í Keflavík síðdegis í gær eftir snörp átök við lögreglumenn þar. 10.9.2004 00:01
Hausthátíð í Vesturbæ Um næstu helgi fer fram árleg hausthátíð í Vesturbænum. Hátíðin fer fram á KR svæðinu laugardaginn 11. september þar sem nýr gerfigrasvöllur Kr verður vígður. Sunnudaginn 12. september er dagskrá í Vesturbæjarlaug, Neskirkju og á svæði við skátaheimili Ægisbúa og íþróttahús Hagaskóla. 10.9.2004 00:01
Öryrkjum svarað 1. október Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra vill ekki upplýsa hvort staðið verði við samkomulag hans við öryrkja um hækkun örorkulífeyris á næstu mánuðum. Hann segir að það komi í ljós 1. október þegar fjárlög næsta árs verði kynnt. 10.9.2004 00:01
Íslendingar stjórni veiðunum Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins, segir algert skilyrði fyrir inngöngu í Evrópusambandið að Íslendingar stjórni algerlega veiðum á eigin fiskimiðum. 10.9.2004 00:01
Settu óvænt í risasíld Fjölveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson setti óvænt í risastóra síld á Halamiðum í gær og bíða Guðmundur Þ. Jónsson skipstjóri og hans menn nú eftir að lokið verði við að fullvinna aflann svo hægt verði að halda veislunni áfram. 10.9.2004 00:01
Lögreglan í Reykjavík með málið Ríkissaksóknari hefur falið embætti lögreglustjórans í Reykjavík að rannsaka tildrög þess að þrjátíu og þriggja ára karlmaður lést í Keflavík síðdegis í gær eftir snörp átök við lögregluþjóna. Maðurinn var sonur manns sem handtekinn var í bænum í gærdag í annarlegu ástandi. 10.9.2004 00:01
Sekt fyrir kannabisræktun Tveir menn á þrítugsaldri voru dæmdir til 200.000 króna sektar hvor í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að hafa haft í fórum sínum 89 kannabisplöntur, rúmlega átta grömm af maríjúna og sjö grömm af kannabisfræjum. 10.9.2004 00:01
Standa við loforð um fasteignalán Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að Framsóknarflokkurinn muni standa við kosningaloforð sitt um að hækka lán Íbúðarlánasjóðs upp í 90 prósent af íbúðarverði á næstunni. Þetta kom fram í ræðu Halldórs sem hann hélt á haustfundi landsstjórnar og þingflokksins í Borgarnesi í dag. 10.9.2004 00:01
Foreldrar ánægðir með leikskólana Foreldrar barna í leikskólum Reykjavíkur eru mjög ánægðir með þjónustu leikskólanna ef marka má niðurstöður könnunar sem gerð var síðastliðið vor. Í fréttatilkynningu Leikskóla Reykjavíkur kemur fram að 98% foreldra telja barn þeirra mjög eða frekar ánægt í leikskólanum. 10.9.2004 00:01
Ráðherrarnir hans Davíðs Davíð Oddsson hefur myndað fjórar ríkisstjórnir frá því að hann var kjörinn á þing í apríl 1991. Tuttugu og níu ráðherrar hafa setið í stjórnum hans, þar af sjö konur og aðeins tvær úr hans eigin flokki. Tólf eru hættir í pólitík og gegna flestir þeirra embættum á vegum hins opinbera. Halldór Ásgrímsson hefur setið manna lengst í stjórn undir forsæti Davíðs. </font /></b /> 10.9.2004 00:01
Hlýtt, taktfast og róstursamt Óvenjuleg veðursæld, tíðir hljómleikar og umræður um fjölmiðlalög einkenndu sumarið 2004. Forsetinn var líka í sviðsljósinu, bæði vegna lagasynjunar og endurkjörs. </font /></b /> 10.9.2004 00:01
Þetta er hátíðisdagur Skaftholtsréttir í Gnúpverjahreppi og Hrunaréttir voru í gær og í dag er réttað í Reykjarétt á Skeiðum og í Tungnarétt í Biskupstungum. 10.9.2004 00:01
Börnunum líður vel í leikskólanum Um 98 prósent foreldra barna í leikskólum Reykjavíkur telja að barn þeirra sé mjög eða frekar ánægt í leikskólanum. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem leikskólarnir létu gera. 10.9.2004 00:01
Ráðherra vill endurbætur Það er fjarri því að Sundabrautin leysi þann umferðarvanda sem er á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og því nauðsynlegt að fara út í framkvæmdir við gatnamótin, að sögn Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra. 10.9.2004 00:01
Þrír karlmenn taldir líklegir Þrír menn hafa óopinberlega lýst því yfir að þeir hafi hug á að sækja um stöðu rektors Háskóla Íslands þegar Páll Skúlason lætur af störfum næsta vor. 10.9.2004 00:01
Fáar konur í áhrifastöðum Einungis tveir af tíu æðstu stjórnendum skóla á háskólastigi í landinu eru konur. Á meðal hóps kvenna í Háskóla Íslands er vilji til að úr þessu verði bætt og er hafin leit að frambærilegri konu til að bjóða sig fram til rektors Háskóla Íslands. 10.9.2004 00:01
Leitað að konu í stöðu rektors Nú þegar Páll Skúlason hefur gefið það út að hann hyggist ekki sækjast eftir endurkjöri sem rektor háskóla Íslands hafa þær raddir gerst æ háværari að kona verði kjörin í starf rektors en kona hefur aldrei gegnt því starfi. 10.9.2004 00:01
Rannveig svarar ekki Fréttastofa Stöðvar 2 reyndi enn á ný að ná tali af Rannveigu Rist, formanni stjórnar Símans, í dag vegna kaupa fyrirtækisins á hlut í sjónvarpsstöðinni Skjá einum. Ritari Rannveigar hjá Álverinu í Straumsvík segir að hún vísi öllum spurningum vegna málsins til forstjóra eða upplýsingafulltrúa Símans. 10.9.2004 00:01
Lést í höndum lögreglunnar "Ég sá lögreglubíla og fór út á götu til að athuga hvað væri að gerast, þá sá ég hvar löggan veitti manninum hjartahnoð og reyndi að lífga hann við," segir Linda Björk Gylfadóttir nágranni 33 ára gamals manns sem lést í átökum við lögregluna í Keflavík um klukkan hálf sex á sunnudag. Lögreglan í Reykjavík rannsakar málið. 10.9.2004 00:01
Ráðherra sakar hagfræðinga um rugl Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra brást öndverður við sparnaðarhugmynd hagfræðings við háskóla Íslands og bað kennara við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands að "vera frekar í hagfræði en pólitík. 10.9.2004 00:01
Ábyrgðarleysi að útiloka ESB-aðild Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra segir "ábyrgðarleysi" að útiloka aðild að ESB. Það sé "bara hluti af framtíðinni að ræða þetta", hvort sem mönnum líki betur eða verr. "Það þýðir ekkert að forðast að segja óþægilega hluti þótt menn hrökkvi við og segi sig jafnvel úr flokknum," sagði utanríkisráðherra. 10.9.2004 00:01
Lést í átökum við lögreglu Þrjátíu og þriggja ára maður lést í átökum við lögregluna í Keflavík síðdegis í gær. Lögreglunni í Reykjavík hefur verið falið að rannsaka málið. 10.9.2004 00:01
Leitar álits Umboðsmanns Alþingis Helga Jónsdóttir borgarritari ætlar að leita álits umboðsmanns Alþingis á ráðningu í embætti ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins. Hún gefur lítið fyrir rökstuðning ráðherra um stöðuveitinguna. 10.9.2004 00:01
Árni Johnsen vill jökulturn Árni Johnsen, ráðgjafi Vesturbyggðar, kynnti bæjarstjórn á miðvikudag tillögur sínar um átak í ferðaþjónustu og atvinnumálum í Vesturbyggð. Bæjarstjórn er bundin trúnaðar vegna efnis tillagna þingmannsins fyrrverandi en á meðal þeirra er að finna einstaklega nýstárlega hugmynd um að reist verði háhýsi í Flókalundi í Vatnsfirði. 10.9.2004 00:01
Kennir lögreglu um dauðsfallið Anna Þorbergsdóttir, móðir Keflvíkingsins Bjarka Hafþórs Vilhjálmssonar, segir lögregluna í Keflavík bera ábyrgð á því að Bjarki lést í fyrradag. 10.9.2004 00:01
Neyðaropnanir standa með lásasmiði "Ég stend með Gústa en það næst ekki í hann," segir Grétar Eiríksson lásasmiður sem rekur Neyðaropnanir ehf. Gústi er maður á hans vegum sem hleypti blaðamanni DV inn í íbúð sem hann átti ekki án þess að biðja hann um sannanir fyrir því að hann byggi þar. 10.9.2004 00:01
Setur skilyrði fyrir sölu Símans Framsóknarflokkurinn setur það skilyrði fyrir sölu Landssímans að lokið verði uppbyggingu dreifikerfisins þannig að landsbyggðin öll hafi aðgang að nútímafjarskiptum. Þá er rætt um að byrjað verði á því að bjóða almenningi að kaupa hlutabréf í Símanum. Þetta kom fram á fundi framsóknarmanna í Borgarnesi í dag. 10.9.2004 00:01
Gatnakerfi Reykjavíkur sprungið Gatnakerfið í Reykjavík er sprungið og annar ekki hratt vaxandi umferðarþunga. Þetta hefur leitt til stöðugrar fjölgunar umferðarslysa ár eftir ár, að mati Sjóvár-Almennra. Lélegar merkingar á svæðum þar sem viðgerðir standa yfir auka slysatíðni mjög. 10.9.2004 00:01
Ekki misst úr réttir í 80 ár Loftur Eiríksson bóndi í Steinsholti í Gnúpverjahreppi hefur ekki misst úr réttum síðan hann var þriggja eða fjögurra ára. Hann verður 83 ára í mánuðinum. 10.9.2004 00:01
Afstýrði verkfalli í Hjallastefnu Ekki kemur til verkfalls í Barnaskóla Hjallastefnunnar við Vífilsstaðaveg í Garðabæ. Fulltrúar Félags grunnskólakennara og Hjallastefnunnar ehf. framlengdu fyrri kjarasamning með grunnhækkun á launum í gær. 10.9.2004 00:01
Börn á biðlista eftir daggæslu Börnum er mismunað þar sem þau komast ekki öll að í daggæslu á frístundaheimilum Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur eftir skóla, segir móðir sjö ára drengs. Æskulýðsfulltrúi ÍTR segir starfsfólk skorta sem sé eina fyrirstaða þess að börnin komist að. 10.9.2004 00:01
Átak gegn innbrotum Algengast er að innbrotsþjófar láti til skarar skríða í Árbæjar- og Höfðahverfi. Innbrot í bíla eru algengust og þjófarnir oftast ungir karlar. Þetta er meðal þeirra upplýsinga sem Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur aflað í tengslum við átak um að fækka innbrotum. 10.9.2004 00:01
Flugturninum breytt í safn? Það yrði menningarsögulegt stórslys ef gamli flugturninn á Reykjavíkurflugvelli yrði rifinn. Þetta segja breskir herflugmenn sem flugu á Íslandi á stríðsárunum. Þeir hvetja til þess að turninum verði breytt í safn. 10.9.2004 00:01
Fara þrjú til Aþenu Landslið Íþróttasambands fatlaðra heldur til Aþenu í dag og á þriðjudaginn kemur, en þar fer fram Ólympíumót fatlaðra 17. til 28. september. 10.9.2004 00:01
Sekt fyrir kannabisræktun Tveir menn á þrítugsaldri voru í gær dæmdir til að greiða hvor um sig 200 þúsund krónur í sekt fyrir að rækta kannabisplöntur í Súðarvogi í Reykjavík. Lögreglan í Reykjavík lagði hald á plöntur, 8,39 grömm af maríjúana og 6,96 grömm af kannabisfræjum í húsnæði mannanna í byrjun júní í fyrra. 10.9.2004 00:01
Reglur um smitgát brotnar Embætti yfirdýralæknis hefur borist til eyrna að brotalamir kunni að vera í flutningum sauðfjár milli landshluta í sláturhús, segir Sigurður Sigurðarson, sérfræðingur embættisins í sauðfjársjúkdómum. Hann segir að vegið sé að vörnum við riðu, garnaveiki og ýmsum smitsjúkdómum sem embættið er að reyna að útrýma þegar óvarlega er farið í flutningunum. 10.9.2004 00:01
Líklega Parvo-sýking Út frá einkennum og niðurstöðum rannsókna á sýnum sem tekin hafa verið úr hundum sem fengið hafa illvíga niðurgangspest er líklegast að um smáveirusótt sé að ræða sem orsakast af parvo-veiru. Þetta var niðurstaða fundar sjálfstætt starfandi dýralækna, héraðsdýralækna og sérfræðinga frá Keldum í gær. 10.9.2004 00:01