Innlent

Líklega Parvo-sýking

Út frá einkennum og niðurstöðum rannsókna á sýnum sem tekin hafa verið úr hundum sem fengið hafa illvíga niðurgangspest er líklegast að um smáveirusótt sé að ræða sem orsakast af parvo-veiru. Þetta var niðurstaða fundar sjálfstætt starfandi dýralækna, héraðsdýralækna og sérfræðinga frá Keldum í gær. Nokkrir tugir hunda hafa veikst en aðeins örfáir hafa drepist. Fjórir hundar hafa verið krufðir og var parvo-sýking staðfest. Áfram verður fylgst með framgangi veikinnar, upplýsingum safnað og sýni rannsökuð. Yfirdýralæknir hvetur dýraeigendur til að gæta þess að hafa bólusetningu hunda sinna ávallt í lagi og leita ráða hjá sínum dýralæknum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×