Innlent

Afstýrði verkfalli í Hjallastefnu

Ekki kemur til verkfalls í Barnaskóla Hjallastefnunnar við Vífilsstaðaveg í Garðabæ. Fulltrúar Félags grunnskólakennara og Hjallastefnunnar ehf. framlengdu fyrri kjarasamning með grunnhækkun á launum í gær. Margrét Pála Ólafsdóttir skólastjóri segir skólann og kennara hafa sameiginlegt markmið. "Við í skólanum, kennara og skólayfirvöld vorum búin að leggja upp hvernig við vildum leysa málin með stuttum samningi. Kennarasambandið kom síðan til okkar og við skrifuðum undir. Við vildum vera viss um að það kæmi ekki til röskunar á skólastarfinu hjá okkur," segir Margrét. Tveir grunnskólakennarar starfa við Hjallastefnuna og kenna 40 börnum á fyrsta ári grunnskólans. Álíka stór hópur er í fimm ára bekk. Þeim kenna leikskólakennarar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×