Innlent

Hausthátíð í Vesturbæ

Um næstu helgi fer fram árleg hausthátíð í Vesturbænum. Hátíðin fer fram á KR svæðinu laugardaginn 11. september en sunnudaginn 12. september er dagskrá í Vesturbæjarlaug, Neskirkju og á svæði við skátaheimili Ægisbúa og íþróttahús Hagaskóla. Að hátíðinni stendur hverfasamstarfsfélagið Vesturbær – bærinn okkar!  Að venju er dagskráin glæsileg og margir sem leggja hönd á plóginn. Laugardaginn 11.september, klukkan 12 verður nýr gervisgrasvöllur KR-inga vígður og í framhaldi af því verður kynning á starfi deilda í KR-heimilinu. Sunnudaginn 12.september hefst dagskráin í sundlaug Vesturbæjar. Vesturbæingum er boðið frítt í laugina fram til hádegis og klukkan 9.30 mun sunddeild KR bjóða uppá þríþraut sem felst í sundi, hjólreiðum og hlaupi. Skráning í þrautina verður í Vesturbæjarlaug.  Klukkan 10 er opin kirkjukórsæfing í Neskirkju og síðan hefst messa klukkan 11.  Að messu lokinni verður nýtt safnaðarheimili Neskirkju blessað.  Kirkjan og safnaðarheimilið verða síðan opið frameftir degi og geta gestir komið og kynnt sér starf kirkjunnar. Skátafélagið Ægisbúar, frístundamiðstöðin Frostaskjól, félagsmiðstöðin Aflagranda og Hagaskóli munu bjóða uppá skemmtidagskrá við skátaheimili, íþróttahús Hagaskóla og á lóðinni við Neskirkju frá klukkan 12-14.  Þar verða hoppkastalar og klifurveggur, kínversk leikfimi, andlitsmálun, skemmtiatriði, grillaðar pylsur og allt gert til að allir geti skemmt sér sem best.  Einnig verður kynning á tómstunda- og íþróttastarfi í Vesturbæ í vetur.  Allir Vesturbæingar eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Nánari upplýsingar á vefslóðinni rvk.is



Fleiri fréttir

Sjá meira


×