Hlýtt, taktfast og róstursamt 10. september 2004 00:01 Haustrigningarnar hafa ráðið ríkjum í veðráttunni síðustu daga og minnt okkur á að við búum á Íslandi. Það þurfti eitthvað slíkt til eftir hlýindin síðsumars enda haft á orði að eyjan bláa gæti varla ennþá verið staðsett norður undir Grænlandssundi. En þar er hún enn, haustið segir okkur það. Sumarsins 2004 verður, án efa, lengi minnst fyrir eindæma veðursæld. Hitamet féllu þvers og kruss um landið og mannlífið breyttist í takt við það. Ís seldist sem aldrei fyrr, setið var á útikaffihúsum svo lengi sem lög heimiluðu, bjór og aðrar svalandi veigar runnu sem stórfljót niður þurrar kverkar og sólarvarnir tæmdust úr hillum stórmarkaðanna. Pálína í Vegamótum á Suðurlandi hafði ekki undan við íssöluna, Helena á Kaffibrennslunni sagði "brjálað að gera". Hrafnistufólk steig dans úti í garði og yfirstjórn Hafnarfjarðar fundaði undir berum himni. Sigtryggur sálfræðingur sagði okkur að veðrið hefði góð áhrif á sálarlífið, enda "verðum við rólegri þegar hitinn er mikill og nautnin í kringum það segir til sín". Ástandið hafði þó ekki sömu áhrif á alla. Þeir sem glíma við þunglyndi geta orðið enn þunglyndari við að horfa upp á aðra káta og létta, sagði sálfræðingurinn. Og í miðjum hlýindunum bárust þær fregnir utan úr heimi að hiti og raki hefðu slæm áhrif á mígrenisjúka. Gott veður hefur því kosti og galla. Ferðalögin og fótboltinn Auðvitað flykktust landsmenn út í náttúruna þegar veðrið var sem best. Þeir sem enn eiga tjald stungu hælum sínum þar sem hægt var að stinga hælum og fellihýsaeigendurnir voru á ferðinni sem aldrei fyrr. "Maður verður að nota þetta, nóg var nú borgað fyrir græjuna," sagði ónefndur Kópavogsbúi sem varði öllum helgum í sveitum landsins. Hann sagðist vita fátt unaðslegra en að setja hýsið sitt upp með næstum einu handtaki, sitja við höllina, sötra kaffi og horfa á fjöllin. Þeir sem bestum búnaði skarta létu ekki áhuga sinn á Evrópumótinu í knattspyrnu koma í veg fyrir ferðalög. Sjónvarpið var bara tekið með og gónt á Grikkina leggja hverja stórþjóðina á fætur annarri eins og ekkert væri sjálfsagðara. Evrópumótið setti auðvitað sinn svip á sumarið. Annars dagfarsprútt fólk missti sig af spenningi og hálf þjóðin var orðin sérfróð um föst leikatriði, snúningsbolta og "réttar" innáskiptingar. Fjölmiðlalögin og forsetinn Dagfarsprýðin rann líka af fólki í umræðunum um fjölmiðlalögin. Málið klauf þjóðina í herðar niður og svo djúp gjá myndaðist á milli þings og þjóðar að sjálfum forsetanum þótti nóg um. Synjaði hann lögunum staðfestingar eins og frægt er orðið og var það í fyrsta sinn sem forseti gengur gegn þingvilja. Framtíðin mun svo svara hvort þetta verði viðtekin venja eða hvort við urðum vitni að einstökum viðburði í lýðveldissögunni. Forsetinn var svo endurkjörinn í júní, hann hlaut yfirgnæfandi kosningu, þorra allra greiddra atkvæða en sem fyrr skipuðu landsmenn sér í fylkingar eftir því hvort þeim þótti hann í raun bera sigur úr býtum eða ekki. Sumir gengu svo langt að segja hann ekki forseta allrar þjóðarinnar heldur bara þeirra sem kusu hann. Fendergítarar og Framsókn Tónelskir höfðu úr vöndu að velja í sumar því framboð hljómleika með erlendum hljómsveitum var með eindæmum gott. Raunar ótrúlega gott. Metallica, Pink, Korn, Kraftwerk, James Brown, Deep Purple, Pixies, Placebo, 50 cent og Lou Reed voru meðal sveita og tónlistarmanna sem tróðu upp, ýmist í Laugardalshöll, Egilshöll eða Kaplakrika. Samtals seldust tugir þúsunda miða á hljómleikana og milljónirnar streymdu í kassann. Þær runnu reyndar jafnan harðan út því það víst kostar skildinginn að fá þekkta erlenda tónlistarmenn til hljómleikahalds. Flestir skemmtu sér vel á öllum þessum tónleikum, listamennirnir þóttu leggja sig fram og auðvitað rómuðu þeir land og þjóð. Hvaða Framsóknarráðherra hættir? var klassísk spurning á mannamótum í sumar. Jón, Siv, Árni, Guðni og Valgerður voru öll nefnd til sögunnar og fólk hafði jafnan ábyggilegar heimildir, jafnvel frá fyrstu hendi, um að hinn eða þessi væri á leið í eitthvert embætti. Það skýrðist svo á dögunum að Siv stendur upp og verður óbreyttur þingmaður eftir miðja næstu viku. Um leið kolféllu tugir kenninga sem reyndar hljómuðu margar ágætlega þegar þær voru ferskar. Einhvern veginn svona var sumarið 2004. Fréttir Innlent Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira
Haustrigningarnar hafa ráðið ríkjum í veðráttunni síðustu daga og minnt okkur á að við búum á Íslandi. Það þurfti eitthvað slíkt til eftir hlýindin síðsumars enda haft á orði að eyjan bláa gæti varla ennþá verið staðsett norður undir Grænlandssundi. En þar er hún enn, haustið segir okkur það. Sumarsins 2004 verður, án efa, lengi minnst fyrir eindæma veðursæld. Hitamet féllu þvers og kruss um landið og mannlífið breyttist í takt við það. Ís seldist sem aldrei fyrr, setið var á útikaffihúsum svo lengi sem lög heimiluðu, bjór og aðrar svalandi veigar runnu sem stórfljót niður þurrar kverkar og sólarvarnir tæmdust úr hillum stórmarkaðanna. Pálína í Vegamótum á Suðurlandi hafði ekki undan við íssöluna, Helena á Kaffibrennslunni sagði "brjálað að gera". Hrafnistufólk steig dans úti í garði og yfirstjórn Hafnarfjarðar fundaði undir berum himni. Sigtryggur sálfræðingur sagði okkur að veðrið hefði góð áhrif á sálarlífið, enda "verðum við rólegri þegar hitinn er mikill og nautnin í kringum það segir til sín". Ástandið hafði þó ekki sömu áhrif á alla. Þeir sem glíma við þunglyndi geta orðið enn þunglyndari við að horfa upp á aðra káta og létta, sagði sálfræðingurinn. Og í miðjum hlýindunum bárust þær fregnir utan úr heimi að hiti og raki hefðu slæm áhrif á mígrenisjúka. Gott veður hefur því kosti og galla. Ferðalögin og fótboltinn Auðvitað flykktust landsmenn út í náttúruna þegar veðrið var sem best. Þeir sem enn eiga tjald stungu hælum sínum þar sem hægt var að stinga hælum og fellihýsaeigendurnir voru á ferðinni sem aldrei fyrr. "Maður verður að nota þetta, nóg var nú borgað fyrir græjuna," sagði ónefndur Kópavogsbúi sem varði öllum helgum í sveitum landsins. Hann sagðist vita fátt unaðslegra en að setja hýsið sitt upp með næstum einu handtaki, sitja við höllina, sötra kaffi og horfa á fjöllin. Þeir sem bestum búnaði skarta létu ekki áhuga sinn á Evrópumótinu í knattspyrnu koma í veg fyrir ferðalög. Sjónvarpið var bara tekið með og gónt á Grikkina leggja hverja stórþjóðina á fætur annarri eins og ekkert væri sjálfsagðara. Evrópumótið setti auðvitað sinn svip á sumarið. Annars dagfarsprútt fólk missti sig af spenningi og hálf þjóðin var orðin sérfróð um föst leikatriði, snúningsbolta og "réttar" innáskiptingar. Fjölmiðlalögin og forsetinn Dagfarsprýðin rann líka af fólki í umræðunum um fjölmiðlalögin. Málið klauf þjóðina í herðar niður og svo djúp gjá myndaðist á milli þings og þjóðar að sjálfum forsetanum þótti nóg um. Synjaði hann lögunum staðfestingar eins og frægt er orðið og var það í fyrsta sinn sem forseti gengur gegn þingvilja. Framtíðin mun svo svara hvort þetta verði viðtekin venja eða hvort við urðum vitni að einstökum viðburði í lýðveldissögunni. Forsetinn var svo endurkjörinn í júní, hann hlaut yfirgnæfandi kosningu, þorra allra greiddra atkvæða en sem fyrr skipuðu landsmenn sér í fylkingar eftir því hvort þeim þótti hann í raun bera sigur úr býtum eða ekki. Sumir gengu svo langt að segja hann ekki forseta allrar þjóðarinnar heldur bara þeirra sem kusu hann. Fendergítarar og Framsókn Tónelskir höfðu úr vöndu að velja í sumar því framboð hljómleika með erlendum hljómsveitum var með eindæmum gott. Raunar ótrúlega gott. Metallica, Pink, Korn, Kraftwerk, James Brown, Deep Purple, Pixies, Placebo, 50 cent og Lou Reed voru meðal sveita og tónlistarmanna sem tróðu upp, ýmist í Laugardalshöll, Egilshöll eða Kaplakrika. Samtals seldust tugir þúsunda miða á hljómleikana og milljónirnar streymdu í kassann. Þær runnu reyndar jafnan harðan út því það víst kostar skildinginn að fá þekkta erlenda tónlistarmenn til hljómleikahalds. Flestir skemmtu sér vel á öllum þessum tónleikum, listamennirnir þóttu leggja sig fram og auðvitað rómuðu þeir land og þjóð. Hvaða Framsóknarráðherra hættir? var klassísk spurning á mannamótum í sumar. Jón, Siv, Árni, Guðni og Valgerður voru öll nefnd til sögunnar og fólk hafði jafnan ábyggilegar heimildir, jafnvel frá fyrstu hendi, um að hinn eða þessi væri á leið í eitthvert embætti. Það skýrðist svo á dögunum að Siv stendur upp og verður óbreyttur þingmaður eftir miðja næstu viku. Um leið kolféllu tugir kenninga sem reyndar hljómuðu margar ágætlega þegar þær voru ferskar. Einhvern veginn svona var sumarið 2004.
Fréttir Innlent Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Þingfundi slitið án niðurstöðu Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Sjá meira