Innlent

Áyggjur af byggðinni

Stjórnarfundur Öldunnar stéttarfélags lýsir áhyggjum yfir að ekki skuli unnið skipulegar og meira að atvinnu- og byggðaþróunarmálum á vestanverðu Norðurlandi en raun beri vitni. Stjórn Öldunnar bendir á að opinber gögn sýni að meðallaun í landinu séu lægst á þessu svæði og að ríkisstjórnin hafi ekki neina stefnu sem miði að atvinnuuppbyggingu og byggðaþróun á Norðurlandi vestra. Úrræði og stefnu skorti í atvinnu- og byggðaþróunarmálum í þessum landshluta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×