Innlent

Varla verið þurr dagur í september

Rok og rigning hefur sett svip á þessa fyrstu viku mánaðarins eftir óvenju hlýjan ágústmánuð þar sem gróður var víða við að skrælna vegna þurrka. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofu Íslands hefur rignt alla daga þessa mánaðar í höfuðborginni nema einn og fram undan er meira af því sama um mestallt land. Sólskinsstundum í sama mánuði í Reykjavík hefur farið stigfækkandi dag frá degi. Flestar mældust þær alls tíu þann 1. september en síðustu daga hefur þeim fækkað niður í þrjár til fimm á degi hverjum. Heildarúrkomutölur hafa ekki verið teknar saman en athygli vekur að úrkoma í ágúst var í meðallagi í Reykjavík og yfir meðallagi á Akureyri. Gert er ráð fyrir áframhaldandi rigningu eða skúrum víða fram á sunnudag en í byrjun næstu viku eru líkur á norðaustanátt og rignir þá að líkindum duglega fyrir norðan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×