Innlent

Fara þrjú til Aþenu

Landslið Íþróttasambands fatlaðra heldur til Aþenu í dag og á þriðjudaginn kemur, en þar fer fram Ólympíumót fatlaðra 17. til 28. september. Kristín Rós Hákonardóttir keppir í sundi, Jón Oddur Halldórsson keppir í frjálsum íþróttum og Jóhann Rúnar Kristjánsson keppir í borðtennis. Kristín Rós og Jóhann fara út í dag og Jón Oddur á þriðjudaginn. Kristín Rós er að fara á sitt fimmta ólympíumót en bæði Jóhann og Jón Oddur eru að fara í fyrsta sinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×