Innlent

Sekt fyrir kannabisræktun

Tveir menn á þrítugsaldri voru í gær dæmdir til að greiða hvor um sig 200 þúsund krónur í sekt fyrir að rækta kannabisplöntur í Súðarvogi í Reykjavík. Lögreglan í Reykjavík haldlagði 89 kannabisplöntur, 8,39 grömm af maríjúana og 6,96 grömm af kannabisfræjum í húsnæði mannanna í byrjun júní í fyrra. Mennirnir játuðu brot sín fyrir dómi, en til refsiþyngingar horfði, segir í dómnum, að þeir frömdu brot sitt í sameiningu. Greiði þeir ekki sektina innan fjögurra vikna þurfa þeir að sitja í fangelsi í 32 daga. Dómurinn var upp kveðinn í Héraðsdómi Reykjavíkur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×