Innlent

Fleiri en nokkru sinni fyrr

Mun fleiri útlendingar en nokkru sinni fyrr ætla að koma hingað á Iceland Airwaves tónlistarhátíðina en nokkru sinni fyrr, að sögn Icelandair sem skipuleggur hátíðina ásamt ýmsum samstarfsaðilum. Um það bil eitt þúsund útlendingar hafa þegar tryggt sér aðgang og forsala miða hefst hér á landi í dag. Þetta verður sjötta Iceland Airwaves hátíðin og að sögn upplýsingafulltrúa Flugleiða hefur hátíðin nú aðdráttarafl á flestum mörkuðum félagsins í Evrópu og Bandaríkjunum. Meðal sveita sem troða upp á hátíðinni í ár eru Keane, Mínus, Gus gus, The Stills, Hot Chip, Sahara Hotnights og fleiri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×