Innlent

Meðsekir en hvorugur sekur

Rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík fékk heldur óvenjulegt mál til rannsóknar í gær þar sem enginn virðist sekur en allir meðsekir. Málið snýst um það að blaðamaður DV fékk lásasmið til að brjótast inn í mannlausa íbúð fyrir sig, án þess að hafa þurft að gefa lásasmiðnum viðeigandi upplýsingar um sig að sögn blaðamanns. Blaðamaðurinn hreyfði ekki við neinu og lokaði íbúðinni aftur en lásasmiðurinn kærði hins vegar blaðamanninn til lögreglu fyrir gabb, þegar hann áttaði sig á hvað var á seyði. Lásasmiðurinn telur sig ekki hafa verið að brjótast inn í þeim skilningi orðsins, það gerir blaðamaðurinn heldur ekki, engar skemmdir voru unnar á lásnum og engu var stolið, báðir aðilar létu lögreglu vita og báðir klöguðu hinn. Myndin er úr myndasafni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×