Innlent

Sekt fyrir kannabisræktun

Tveir menn á þrítugsaldri voru dæmdir til 200.000 króna sektar hvor í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að hafa haft í fórum sínum 89 kannabisplöntur, rúmlega átta grömm af maríjúna og sjö grömm af kannabisfræjum. Lögreglan fann fyrrgreind efni og plöntur við húsleit í Súðarvogi í júní í fyrra og þótti lögreglu sýnt að mennirnir hefðu um nokkurt skeið stundað ræktun maríjúna þar. Mennir játuðu brot sín fyrir dómi. Þeir hafa ekki áður gerst sekir um fíkniefnabrot en það kom til refsiþyngingar að mennirnir skyldu hafa framið brot sín í sameiningu. Efni og plöntur voru gerð upptæk og mennirnir þurfa að sitja mánuð í fangelsi verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×