Innlent

Þjófurinn enn í bílnum

Brotist var inn í tvo bíla í austurborginni í nótt og útvarpstækjum og geislaspilurum stolið úr þeim. Í báðum tilvikum brutu þjófar rúður í bílstjórahurðinni til að komast inn. Í síðara tilvikinu var þjófurinn í bílnum þegar lögregla kom á vettvang en hins vegar voru hljómtækin horfin úr bílnum þannig að fleiri hafa verið í vitorði. Þjófurinn gistir nú fangageymslur og verður yfirheyrður í dag í von um að hann geti vísað á vitorðsmann sinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×